Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1900, Blaðsíða 141
141
klaufalegt. Auðvitað vindui maður nú viðfangsmanni
sínum jafnframt með höndunum nokkuð á móti bragðinu
og er til ætlast að hann hrjóti við þetta áfram, að
minsta kosti á knén — fái „knéskít" — eða þá fái fulla
hyltu áfram og á hliðina. Stöku sinnum beita glimu-
menn hendi þannig við bragð þetta, að þeir sleppa snögt
taki hinnar hægri handar, og bregða henni um leið og
og leggjarbragðið kemur á hægra rnegin, á háls viðfangs-
manns síns, jafnframt og vinstri höndin kippir upp hinu
hægra lærinu, svo báðar hendur verða þannig samtaka
bragðinu, og er þá bragðið þannig lagað líka næsta skætt
og verjanda nálega vís bylta búin. Upp á hina hliðina
og fótinn má og alt að einu leggja leggjabiagð þetta,
og er aðferðin hin sama. Leggjarbragðið er bezt að
leggja, sem flest önnur brögð, snögt á, og þó eigi slá
fætinum fast á hins, því það getur meitt hann, og færi
sætir maður þegar þyngd líkami mótstöðumannsins flnst
hvila að mestu á öðrum fætinum eða hann stendur
hallur fyrir til annarar hvorrar hliðar. — tíagnvart leggjar-
bragðinu hefir verjandi eðiilega sín ráð og er venjulegast,
ef kostur er á, að kippa hinum brugðna fæti upp við
bi agðið, svo það sleppi af, eða stökva upp báðum fótum,
sem þá einkum með þarf, er þeir lenda báðir fyrir bragð-
inu, og er þetta liin venjulegasta aðferðin, og fer oft
mjög vel á þessu í glímunni, er báðir leggja leggjarbrögð
á víksl hvor á annan, er þeir svo stökkva yfir. Annað
ráð er fyrir þann, sem leggjarbragðið hefir fengið, að
standa það af sér og neyta þá handstyrks síns með til
þess; ekki fer eins vei á því, þó stundum sé eigi annars
úr kosta. Enn hafa surnir til siðs að standa fótum sín-
um svo fjarri eða bolast svo, að sækjandi nái ekki leggj-
arbrögðum, en auk þess seni áður er drepið á, hve þetta
fer iila, þá má boliun búast við ,.hálsbragðinu'‘ af
sækjanda og vanalega bíða sæmdarlitla byltu af því. I’ó