Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1900, Blaðsíða 146
146
f ing^minns sías utanverða eða aftanverða á inum hægra
fæti hans, um leið og hann hálf-snýr sór við; gengur honum
þá oftast hægt að fá snúið hinn niður.
Önnwr aðferð er sú að menn sleppa ýmist hægri,
ýmist vinsti i hendi af bugsnatakinu, og gera þá jafnframt
með hinni hendinni sveiflu á mótstöðumann til þeirrar
hliðar, sem hendin er laus; tæplega veldur þetta honum
byltu þó, nema sveiflandi leggi jafnframt leggjarbragð á
hann, en þá er bragðið og ágætt, ef nægur kraftur fylgir
sveiílunni.
Enn er sú aðferð, að menn sleppa snögglega vinstri
handar taki eða undirtakinu, en þiífa svo snögt í hliðina á
mótstöðumanni nndir vinstri hendi hans með sinni lausu
og gera honum sveiflu um leið frá sór; er raunar ónett
bragð.
Enn er svo handbragð haft, að sækjandi, held-
ur vel fast sínu vinstrihandar taki, en setur hægri
hendina með afli undir vinstri hendina á mótstöðumanni
og hrindir honum á hliðina; er bezt með sniðglímu
um leið.
]?á má loks svo að fara með handbragði, og það oft
með góðum árangri, að sækjandinn sleppir sínu
vinstri handar taki og bregður þeirri hendi sinni öfugri
eða íramhandleggnum innan undir hægra lær viðfangs-
manns neðanvert um leið og hann kippir í hann til hiiðar
með sinní hægri hendi; við það sporðreisist hinn og fell-
ur á hliðina, er vinstra hné hans kiknar við.
In ýmsu handbrögð fá menn venjulegast staðist,
með því að vera skjótir til að snúa sér við eða undan,
svo bregðandi nái eigi kastinu á mann, annars verða ekki
fastar reglur gefnar fyrir þessu; vaninn einn kennir manni
helzt að læra að standast þau; í fyrstu fellur maður oft-
ast fyrir þeim, er þau eru eins konar hvekkir.
í*á er að víkja að aðalbrögðum innar íslenzku glímu,