Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1900, Blaðsíða 32
32
þar á heimleiMnni frá Mesopotamíu. — Yið þet.ta sama
tækifæri er sagt, að guð hafi breytt nafni Jakobs í ísrad
f35, 10), þótt búið sé að segja frá því nokkrum kapitul-
um framar (32, 28), að guð hafi breytt nafni Jakobs
þannig eftir glímuna við Jabboks fljót.
Þá ber saga Jósefs þess ekki síður augljós merki, að
hún er sett saman eftir fleiri heimildarritum, sem segja
frá sömu viðburðtinum, hvert frá sínu sjónarmiði; en af
svo mikilli íþrótt er samsteypan gerð víða, að erfitt er
að ákveða með vissu, hvað heyri hverju heimildarriti til.
Þó getur hér kafla, þar sem samsetning heimildarritanna
er svo augljós, að greina má sundur frásögurnar með
alt að því sömu nákvæmni og t. a. m. frásögurnar um
flóðið. Skal hér sérstaklega bent á frásöguna um man-
salið, í 37. kap. Hver, sem les þá frásögu, mun skjótt
taka eftir þvi, að 28. v. getur með engu mót.i verið fram-
hald þess, sem sagt hefir verið í 25.—27. v. Orðfærið i
28. v. „en midíanítiskir kaupinenn fóru þar framhjá",
er þess eðlis, að auðséð er, að hér er verið að segja frá
nokkru, sem ekki hefir áður verið minst á. Á eítir
27. v. hefði mátt búast við, að komið hefði: „og ísrnael-
ítarnir komu nær“ (eða eitthvað því um líkt, að minsta
kosti hefði mátt búast við ákveðna greininum: „en Itinir
midíanítisku kaupmenn" eða „midíanítisku kaupmenn-
irnir“, ef þetta hefði átt að skilja svo, að „midianítiskir
kauprrienn“ og „Ísmaelítar" væru sömu mennirnir; en
sú skýring nær engri átt1). Eins og 28. v. hljóðar eftir frum-
textanum, getur það ómögulega verið framhald 25.—27. v.,
1 í hinni eldri biblíuútleggingu vorri, er sá skilningur
lagður til grundvallar og versið útlagt á þessa leið: „Og þá Midí-
anítarnir, sem voru kaupmenn, fóru þar framhjá, drógu þeir
bræður Jósep upp úr gryfjuuni og seldu hann Ismaelítunum
fyrir 20 sikla silfurs o. s. frv.“ En þýðanda þessa kafla hefir
auðsjáanlega fundist eitthvað bogið við versið, eins og það hljóð-