Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1900, Síða 182
182
skuggsjá, 'og er ekki annað að sjá, en að sjómenn hafi
trúað hinu sama á dögum Odds byskups.
Hér um bil 1830 sáu sjómenn margýgi á Faxaflóa.
Þeir sáu manns höfuð og herðar ofan á brjóst standa
upp úr sjónum. Andlitið var á stærð við stóran tunnu-
botn með rauðgulu hári, hrokknu. Ekki sáust hendur,
en líkt var handleggjum til ölnboga. Brjóstin virtust vera
afarmikil. Holdslitur var á þessu ferlíki, og sáu skip-
verjar glögt allan ándlitsskapnað; varhann ógurlega stór-
skorinn. Þegar skipið var komið svolítinn kipp fram
hjá þessari skepnu, seig hún i sjó hægt og hægt, og varð
skipvérjum ekkert meint við sýnina.1
Annars er margýgi lýst svo, að hún hafi langt gul-
leitt hár, og sé í kvenmannslíki niður að beltisstað, en
þar fyrir neðan sé hún fiskur. eða hvalur. Hún sést
fremur sjaldan, en oftast er sagt, að það hafi að borið
við Grímsey. Hafgýgurin þykir helzt gefa ungum mönn-
um auga, og sækir upp á skipin, ef þeim verður að dotta,
en við þessu er gott ráð að kyrja Credo á latínu.
Margýgjartrúin er enn afkáralegri en hafmannatrúin,
og kemur það til af því, að hún er blönduð mjög útlendri
hjátrú. í Konungsskuggsjá er þess ekki getið, að mar-
gýgjar syngi, og trú þessi því eflaust ekki upprunaleg, en
þó er hún svo gömul, að hún kemur skýrt fram í Ólafs
sögu helga.2 Auk þess hafa blandast ýmsar kristnar
kreddur við margýgjartrúna, svo sem, að hún geti sungið
alt nema Te deum, og að þjóðráð sé að kyrja Credo til
þéss að varna því, að hún geti gert rnein. Ef nokkuð
verulegt liggur til giundvallar fyrir margýgjartrúnni, þá
getur það varla verið annað en kolkrabbar, enda er ýmis-
legt 1 lýsingunni, sem vei getur átt við þá. Á kveinið,
1) Þjóðs. og munnmæli 1899, 228—29.
2) Sbv. Gröndal, bls. 111—17,