Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1900, Blaðsíða 10
10
fyr en þeir höfðu lagt landið undir sig, en það varð
ekki fyr en eftir dauða Móse, og hefir hann því ekki
getað ritað þessi orð, sem tala um það sem umliðinn við-
burð, að ísraelsmenn leggja Kanaansland undir sig.
Þá mætti benda á alla þá staði í Móse-bókunum
þar sem talað er um hvað gerst hafi „hinu megin Jór-
danar“, þ. e. fyrir austan ána (sbr. t. a. m. 5. Mós. 1,
1.5; 3,8; 4, 41. 46.47. 49 o. m. fl. st.). Svo gat sá einn
að orði komist, er sjálfur dvaldi fyrir vestan ána, en um
Móse vitum vér, að honum auðnaðist aldrei að komast
vestur yfir Jórdan. — Hið sama er að segja um mál-
venjuna „hafs megin“ (o: Miðjarðarhafs megin) þegar verið
er að tala um vestur, sem svo þrásinnis kemur fyrir í
Móse-bókunum. í hinni ísl. biblíuútleggingu gætir þessa
ekki, því að þar er jafnan sett „vestan megin“ eða „að
vestan verðu “, þar sem eftir frummálinu ætti að standa
„hafs megin" eða „þeim megin, sem að hafinu snýr“
(sbr. 2. Mós. 27,12; 4. Mós. 2,18 og miklu víðar). Öll
þau ár, sem ísraelsmenn dvöldu í Egyftalandi var hafið
fyrir norðan og austanþá, og á förinni um eyðimörkina fyrír
sunnan; en fyrir vestan þá var hafið ekki fyr en
þeir voru komnir inn í Kanaansland; þá fyrst var það
réttmæli að miða vesturáttina við hafið, en þá hefir
Móse heldur aldrei getað komist svo að orði.
í 4. Mós. 21, 14. 27 er vitnað í „bókina um bardaga
drottins“ til sönnunar viðburði, sem gerist á dögum
Móse. Sennilegt er það ekki, að Móse hafi farið að vitna
í ljóð, er gerð eru samtíða viðburði þeim, sem sagt er
frá; slíkt gerir sá einn, er ritar löngum tíma seinna um
viðburðina. — Loks viljum vér benda á
4. Mós. 12, 3. Þar er svo að orði komist um Móse:
„En maðurinn Móse var mikið hógvær, fremur en allir
menn á allri jörðnnni.“ Eru nú nokkrar líkur til að
Móse sjálfur — hinn hógværasti allra manna á allri