Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1900, Blaðsíða 6
6
hvergi getið, að Móse sé höfimdur þess. Það byrjar á
þvi að segja frá sköpun veraldar í upphafi og endar á frá-
sögunni um dauða Móse. Það, að í fimmbókaritinu er
sagt frá dauða og greftrun Móse sjálfs, og það með þeirri
athugasemd viðbættri, að ,.enginn maður viti enn til þessa
dags hvar gröf hans sé“ (5. Mós. 34, 6) gæti í fljótu
bragði virtst nægileg sönnun fyrir því, að Móse sé ekki
höfundur ritsins. En niðurlag ritsins, sem skýrir frá dauða
og greftrun Móse, gæti hugsast að væri seinni viðbót
eftir einhvern annan, eins og vér líka höfum séð, að
Talmúd eignar þessi átta síðustu vers 5. Móse-bókar öðr-
um höfundi; þótt vitanlega sé enginn fótur fyrir þvi, að
Josva sé höfundur þessara versa, þar sem Josva sjálfum
ei' borinn sá vitnisburður, „að hann hafi verið „gæddur
miklum vísdómsanda" (v. 9).
En það, að fimmbókaritið nefnir hvergi, að Móse sé
höfundur, útilykur auðvitað ekki, að hann geti engu að
síður verið höfundur þess. Því svo er um fleiri bækur í
, ritningunni, sem eignaðar eru ákveðnum höfundi, að þær
sjálfar segja hvergi beinlínis til höfundar síns, og þó efast
enginn um, að þær séu eignaðar réttum höfundi.
Því verður næsta spurningin þessi: Yerður það ekki
áreiðanlega ráðið af sjálfu efni fimmbókaritsins, að Móse
Epífanesar, á árunum 170—160 f. Kr. og er meðal margs annars
sérstatlega tvent, sem virðist benda á, að sú skoðun sé rétt:
1) að í hinni hebresku bibliu, eins og hún er til vor komin frá
Gyðinga-samkundunni, er Daníels-bók ekki sett meðal hinna spá-
mannlegu rita, lieldur milli Esterar- og Esrabókar; en það væri
óskiljanlegt, ef fræðimenn Gyðinganna hefðu talið Daníel með
„stóru spámðnnunum“; 2) að Jesús Sírak, sem skrifað hefir rit
sitt hér um bil 200 f. Kr. nefnir ekki einu sinni Daníel á nafn,
þar sem hann telur upp merkustu mennina í Israel, og nefnir
meðal þcirra Jesaja, Jeremía og Hezekíel. Slíkt væri óhugsan-
legt ef Daníels-bók hefði verið til, þá er Sírak samdi rit sitt.