Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1900, Blaðsíða 177
177
krabba (Loligo) og sína myml af sjávarmúnkinum til
hvorrar handar, og getur engum dulist, hve myndirnar
eru keimleikar, þót-t mikið só reyndar að mununum.1
Annar hafmaður sást í Eyrarsundi 1723, og er til iýsing
af honum, sem er mjög keimlik lýsingunni af ýinsum
ókindum, sem hafa sést í sjó við ísland. Þrír sjómenn
sáu ferlíki þetta, og vóru þeirfúsir til að vinna eið að því,
að þeir lýstu því eftir beztu samvizku. Hafmaður þessi
hefir ekki verið annað en kolkrabbi, og er enginn efi á
þvi. Ýmsir hafmenn og margýgjar, sem menn hafa sögur
af frá 16. og 17. öld, vóru aftur máli gæddir og t.öluðu
dönsku ekki síður en sumir íslenzku marmennlarnir töl-
uðu hreina og óbjagaða íslenzku, og er auðsætt, að þeir
hafa ekki einu sinni verið svo göfugii- að vera kolkrabbar,
því þeim mun vera annað betur lagið en að halda tölur,
heldur uppspuni einn og ekkert annað.2
í sjónum lifa ýmsar kolkrabbatogundir, og eru sumar
smávagsnar, en sumar aftur geysilega stórvagsnar. Eng-
um manni kemur til hugar, að telja algenga smákol-
krabba til hafmanna eða annara sjóskrímsla, enda eru
þeir algengir, en öðru máli er að gegna með stórvögsnu
tegundirnar, sem bæði eru mjög sjaldgæfar og auk þess
einhverjar hinar voðalegustu skepnur í sjó, oins og Bene-
dikt Gröndal skýrir frá, þar sem til er vísað, bls. 119 o.
s. frv. Þessar voðaskepnur hafa einstöku sinnum sóst
við ísland, eins og seinna verður sýnt fram á, eða jafn-
vel rekið þar, og hefir mönnum þótt það svo fátítt og
merkilegt, að menn hafa getið þess í annálum. Menn
þektu ekki kolkrabba þá sem sögur fara af að hafi rekið
á 17. öld, og töldu þá skrímsl, en seinna hafa menn
komist að því, hvers konar dýr þetta vóru, eftir lýsing-
1) Dansk Maanedsskrift 1855 I, bls. 63—96.
2) Hafmænd og Haffruer af M. K. Hákonson-Hansen í Na-
turen 1888, bls. 208—214.
12