Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1900, Blaðsíða 51
51
ritið og Elóhím-ritið, heldur einnig yngra en 5. Móse-bók.
Þetta útilokar þó ekki, að í Prestaritinu séu kaflar, sem
aftur séu eldri, en höfundur Prestaritsins hafl tekið upp
í rit sitt, t. a. m. hið svo kallaða „helgilögmál" í 3. Mós.
17—26, eins og það ekki heldur útilokar, að ýmsir siðir
eða athafnir, sem Prestaritið kveður á um með hinni
mestu nákvæmni, eigi rætur sínar að rekja til fortíðar-
innar, jafnvei upp til daga Móse. Til skamms tíma er
August Dillmann eini maðurinn, sem nokkuð kveður að,
sem reynt heflr að sanna, að Prestaritið sé eldra en 5.
Mós.; en hann álítur þó hins vegar, að það muni vera
yngra en Jahve-ritið.
Það sem sérstaklega virðist benda á, að Prestaritið
sé samið seinna en 5. Mós., er meðal annars þetta: Eins
og 5. Mós. lýsir öllu því, er að guðsdýrkuninni lítur, er
það miklu einfaldara og óbrotnara en í Prestaritinu, og
sýnir það, að Prestaritið er yngra. Prestaritið þekkir að
eins einn stað, þar sem guðsdýrkunin megifram fara, og
álítur, að svo hafi frá upphafi verið, þar sem það þó er
5. Mós., sem fyrst kemur fram með kröfuna um sam-
drátt guðsdýrkunarinnar á einn stað í landinu. 5. Mós.
skipar svo fyrir, að þræla skuli gefa lausa sjöimda hvert
ár (sbr. 15, 12. 13), en Prestaritið segir, að þá skuli
gefa lausa fimmtugasta hvert ár (3. Mós. 15, 40). I 5.
Mós. er enginn tignmunur gerður á prestum og Levítum;
Levítar hafa þar öll sömu réttindi sem prestar (sbr. 5.
Mós. 18, 1. 6), en í Prestaritinu er gerður mjög ákveð-
inn greinarmunúr á þeim; þar eru Levítarnir miklu lægri
að tign en prestarnir. Samkvæmt 5. Mós. 14, 27. 29.
eru Levítarnir fyrir utan Jerúsalem eignalausir menn og
búa eins og gestir hingað og þangað meðal alþýðunnar,
en hún á að gera þeim gott og drottinn mun blessa hana
fyrir það; en samkvæmt Prestaritinu eiga Levítarnir að
búa á 48 stöðum víðsvegar um land, og þessir staðir eru