Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1900, Blaðsíða 175
175
glímdi við á tanganum, hafi verið bjarndýr. Annars eru
til þrenns konar spendýr, sem lifa í sjó: sækýr (sirenia),
hvalir og selir. Sækýr eru ekki til hér við land og hvergi
í Norðurálfu, svo að ekki er um þær að ræða, ekki heldur
um hvali, þótt hór só nóg til af þeim, því þeir geta ekki
hreift sig á þurru landi. Ihi eru selirnir eftir, og það er
víst, að svo framarlega sem nokkur fótur er fyrir haf-
mannasögum, þá þafa hafmennirnir ekki verið annað en
selir. Að vísu eru selirnir ekki þaktir skeljum, en hárið
er svo stutt, að vel má nefna þá hála, einkum þegar ótti
og hjátrú er öðrum megin. Selir ganga og oft á þurt land,
ekki að eins til að kæpa þar eða hvíla sig, heldur villast þeir
stundum margar mílur á land upp, þegar snjór er á jörðu,
og óg veit með vissu, að selur hittist uppi á allháu fjalli
í Sléttuhhð við Skagafjörð hér um bil 1870, og var
drepinn þar með broddstaf. Reyndar er sagt, að selir
eigi fremur erfitt með að ganga á þurru landi, einkuin á
auðri jörð, en aftur kváðu þeir vera allfljótir, þegar þeir
ganga í snjó éða sandi, en þreytast fljótt. Selir geta og
staðið uppréttir, og gengið nokkuð á afturfótunum, og er
því alls ekki ólíklegt, að hræddir menn, sem hafa átt við
seli í myrkri eða hálfskímu, hafi haldið, að þeir væru
hafmenn, því selir ráðast oft á menn og eru illir viður-
eignar. Peir geta og kastað á menn grjóti1, og kemur
það heim við snjókekkina í sögunni af hafmanninum í
Sköruvik. Hafmannasögumar eru svo margar, að líklegt
er, að eitthvað verulegt liggi til grundvallar fyrir sumum
þeirra að minsta kosti, og það getur þá ekki verið annað
en viðureign manna við seli eða ef til vill ísabirni ein-
stöku sinnum.
Hafmaðurinn, sem Flóvent sá, hefir bersýnilega verið
selur, sem legið hefir uppi á skeri. Þess er getið í sög-
1) Ferðabók Eggerts Ólafssonar, bls. 536.