Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1900, Blaðsíða 78
78
er hið elzta skýrteini um, að konungur hafi eignað sjer
yfirráðin yfir Borgarfirði.1 Má þar af ráða, að konungur
hafi eignað sjer goðorð Snorra Sturlusonar annaðhvort
þegar eptir dauða Úrækju, eða áður á meðan Gissur var
í Noregi; hefur það þá verið sainkomulag þeirra áður en
Gissurfór heim 1244, að konungur fengi ríki Snorra, en
Gissur hefði það að umboði frá konungi. Gæti þá verið,
að þetta hafi verið gjört með vitund Úrækju, og að hann
hafi verið neyddur af konungi til þess að gefa upp goð-
orð sín, en þó er líklegra, að frá því hefði verið skýrt,
ef svo hefði verið. En hafi konungur kastað eign sinni
á ríki Snorra eptir dauða Úrækju — eins og líklegra er —,
þá hefur hann orðið að senda Gissm i skeyti um það 1245
og gefa honuin umboð sitt yfir því. Hvort sem sannara
er, þá hefur Þórður eigi viljað, að ríki Sturlunga gengi
úr ættinni eptir andlát Úrækju og því þóttst eiga allan
Borgarfjörð, eins og Brandur segir, er hann frjetti að
Gissur skyldi taka alla kosti þaðan.
Brandur bað Gissur að lokum í brjefi sínu, að koma
sem fyrst norður til þess að styrkja samband þeirra, en
hann mátti fyrir engan mun fara úr hjeraði sínu á fund
Gissurar. Sendimenn báru í páskavikunni þau svör frá
Gissuri, að hann mundi koma að sunnan, en Þórður varð
fyrri til og barðist við Brand í Haugsnesi 19. apríl
1 246 og felldi hann. Síðan tók f’órður undir sig öll hjer-
uð þau, er Brandur hafði; sóttu margir menn, er höfðu
barizt í Haugsnesi, á fund Þórðar á Flugumýri, seldu
honum sjálfdæmi og sóru honum trúnaðareiða.
1) P. A. Munch Hist. Y. 279 ætlar, að konungur 1242 liafi
fengið þórði kakata eignir og ríki Snorra Sturlusonar að ljeni,
og segir að konungur hafi þegar dregið það undir sig, en fyrir
þessu cr enginn fótur, euda er það ekkert annað en fjarstæð
getgáta.