Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1900, Blaðsíða 134
og þotið upp allmikill áhugi fyrir glímuíþróttinni, og þær
verið allreglulega stundaðar tímum saman.
En alt um þetta, þó glímur bafi verið jafnan stund-
aðar með meiru eða minna fjöri af nemendum í skólun-
um, af sjómönnum í verunum, af unglingum sem eldri
víðsvegar um land, bæði við kyrkjufundi, veizlur og ýms-
ar aðrar samkomur, þá má þó svo að orði kveða, að það
hafi um langan tíma verið hnignun og afturför í glímu-
iðkun íslendinga yfirleitt, að undanteknu Bessastaðaskóla-
tímabilinu einu, eins og þegar er á drepið, en þar glimdu
bæði piltar alment, nálega dags daglega, og sumir kenn-
ararnir líka, bæði sín á milli og svo við sjómenn af Suð-
urnesjum og að norðan, er þangað sóttu í verin. Að
vísu komust nokkurnveginn reglulegir glímufundir á í
Reykjavík á árunum 1870 og þar yfir, svo þá varð og
þar um tíma allmikill áhugi á þessari þjóðíþrótt vorri,
en síðan hefir mikill afturkippur komið, þrátt fyrir það
þó hin nýjasta reglugjörð skólans þar geri ráð fyrir
kenslu eða iðkun í glímu ásamt annari leikfimi, svo að
varla lifir glíman þar nú nema að nafninu til, nó heldur
við hina aðia skóla landsins, þó til sveita séu.
En hvað um það, af þessu stutta söguágripi glim-
unnar sjáum vér, að hún hefir ávalt með lífi verið hór á
landi og er það enn; en bölið er, hvað líf hennar er dauft
og fjöriítið, og það er reglulegt tjón fyrir oss íslendinga,
sem einir eigum þessa fornu íþrótt i fórum vorum; það
er jafnvel minnkun fyrir oss; því auk þess sem ghman er
ramþjóðleg og fögur íþrótt í sjálfu sér og karlmannleg,
þá miðar hún líka einkar-vel til að efla og viðhalda
hreysti og liðugleik líkamans, æfir og styrkir á eðlilegan
hátt krafta hans og þol, eins og hún líka fjörgar og
styrkir hugann, og er ein svo að segja fullnægjandi í stað
annarar leikfimi, dans og líkamsæfinga, sem afútlendum