Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1900, Blaðsíða 15
15
dýrkunina á hæðunum \íðsvegar um landið viðgangast
án þess séð verði, að þeir hafi haft nokkuð við hana að
athuga. Um Asa konung segir höfundui Konungabók-
anna, að hann hafi tekið burtu hið óttalega skurðgoða-
líkneski og brent það í Kedronsdal. „En hæöimar vorw
ekki afteknar“ (1. Kong. 15, 14). Skyldi hann ekki hafa
aftekið guðsdýrkunina á hæðunum, ef hann hefði álitið
hana syndsamlega og gagnstæða Móse-lögum? Sama er
að segja um Jósafat, son hans, sem fær þann vitnisburð,
að hann hafi gert það, sem rétt var fyrir augsýn drott-
ins; hann arnast ekki heldur við guðsdýrkuninni á hæð-
unum (1. Kong. 22, 44). Þó er ekkert, sem sýnir oss
betur hve ókunnugt mönnum á konungatímabilinu hefir
verið um þessi fyrirmæli 5. Mós. 12. um samdrátt guðs-
dýrkunarinnar á einn stað, en 2. Kong. 12, 3. Prentur-
inn Jójada, ráðgjafi Jóasar konungs, læt.ur afnema fjölda
siða, er þóttu koma í bága við lögmálið, en — segir höf.
Konungabókanna — ,.hæðirnar voru samt ekki aflagðar;
enn þá fórnaði fólkið og brendi reykelsi á hæðunum. “
Oskiljanlegt væri það í meira lagi, að Jójada lætur fórn-
færingarnar á hæðunum afskiftalausar, ef hann hefði þekt
skipun Móselaga í 5. Mós. 12. Að Elías, spámaðurinn
mikli, hafi ekki heldur þekt þau, er auðsætt af því, að
hann ekki að eins sjálfur, eins og kunnugt er, færir fórn
á Karmel, heldur jafnvel kvartar yfir því, að vondir menn
hafi rifið niður öltura guðs (1. Kong. 19, 10), en það
hefði auðvitað miklu fremur hlotið að vera honum gleði-
efni, ef hann hefði þekt áminst lög í 5. Móse-bók. Og
ekki er Elísa, lærisveinn Elíasar, fyrir meistara sínum í
þeim efnum, að hann kynoki sér við að færa fórnir „á
hverjum helzt stað sem fyrir ber“ — því einmitt þetta
leggur Elísa í vana sinn. Það er ekki fyr en á dögum Hiskía
að tekið er að ráðast á hæða-guðsdýrkunina (2. Kong.
18, 4), en Manasse (t 641) gerir að engu tilraunir föður