Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1900, Blaðsíða 94
94
fyrir ríkjum sínum í Skaptafellssýslu. Sæmundur átti
þá í deilum við Ögmund Helgason í Kirkjubæ; leituðu
þeir hvor um sig til Þórðar, en í stað þess að sætta þá
eggjaði hann þá á að láta eigi sinn hlut, og gafst það
illa sem von var; þótti mönnum Þórður skiljast litt við
mál þeirra.
Þórður fór utan sumarið 1250 og Sigvarður biskup
í Skálholti. Yeturinn áður hafði Heinrekur biskup verið
með konurigi; afflutti hann mjög f’órð við konunginn
og var það auðgjört, því það var hvorttveggja, að kon-
ungur hlýddi mjög á ræður biskups og hann hafði aldrei
haft miklar mætur á Þórði; hafði það í raun rjettri
verið verk Yilhjálms kardínála og Heinreks biskups, að
Pórður var látinn fara til íslands 1247, en ekki kon-
ungs.* 1
X. Isletidingar i Noregi. Heinrekur biskup, Oissur Þor-
valdsson og Þorgils skarði fara með erindi konungs.
1250—1254.
Þá er Hákon konungur hafði sjálfur tekið við stjórn,
fór hann stundum að beita því við Íslendínga að kyrsetja
þá í Xoregi og neita þeim um heimfararleyfi, er þeir voru
þar á ferð og hann vildi fá einhverju framgengt við þá.
En eptir það að hann hafði fengið Sturlu Sighvatsson til
þess að flytja erindi sitt á íslandi, var þetta ein af megin-
reglum hans til þess að vinna yflrráðin á íslandi. Hjer
að framan hefur verið getið um nokkra merka menn,
sem konungur neitaði um heimfararleyíi, en hinir hafa
þó eflaust verið fleiri, sem eigi eru nefndir, af því þeir
koma lítið við sögu landsins. Þá er skýrt er frá því, að
1) Sturl.H, 80—81, 86, 89, 91, 100; Fms. X, 41,42,45; Frís.
539—40, 541 ;Eirsp. 418, 419, 421; Flat. III, 180, 181, 182; Ann.
I, III, IV, V.