Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1896, Page 31

Eimreiðin - 01.09.1896, Page 31
hvað innan um annað: hljóðfæratónarnir, skóhljóðsniðurinn, hlátur- öldur og samræðuglaumurinn. Gunnhildur tifaði á tánum um salinn með bakkann sinn og var að bjóða kvennfólkinu limónaði með sama vinabrosinu og hæversku- svipnum og vant var. Daginn eptir vóru reikningar og sjóður bæjarfógetans rann- sakaðir. Yfirkennarafrúin mætti lyfsalafrúnni á götu. Þær vóru náttúr- lega báðar búnar að heyra það. »Og merkilegast af öllu er, að allt var í röð og reglu með reikningana,« sagði yfirkennarafrúin. »Það vantaði ekki einn einasta skilding í sjóðinn. Hefðuð þjer haldið það?« Það hafði lyfsalafrúin ekki haldið. Yfirkennarafrúin hafði ekki haldið það heldur. Gunnhildur gamla er búin að bjóða í margar veizlur og til- kynna mörg mannslát, því nú eru enn liðin nokkur ár. Hún er söm og jöfn og áður, jafnern og jafnljett á sjer, þó hún sje komin nær sjötugu. Þegar hún var seinast á ferðinni, var hún að tilkynna, að hann Páll málaflutningsmaður væri búinn að skilja við þennan eymdadal og farinn að finna konuna sína sálugu i öðrum og — að sögn — betra heimi. Svo hafði hún skrifað til höfuðstaðarins til Gunnlaugs, sem einmitt var nýbúinn að fá löggilding sem mála- flutningsmaður, að hann skyldi koma heim og setjast að þar i bænum; og svo hafði yfirdómsmálaflutningsmaður Gunnlaugur Hallsson komið heim til að skipa hið auða sæti eptir Pál mála- flutningsmann. Það var heljarmikil veizla hjá bæjarfógetanum; en Gunnhild- ur gekk ekki um beina. Hún var einmitt meðal boðsgestanna; því veizlan var festaröl þeirra Gunnlaugs málaflutningsmanns Halls- sonar og fröken Sigríðar Snædal. Það var annars harla kynlegt, að Gunnhildur gamla, sem var búin að taka þátt í veizlulífinu árunum saman og hafði verið svo leikin í öllu, er það snerti, virtist við þetta tækifæri að vera hálf- feimin og eins og í vandræðum með sjálfa sig. Það bætti ekkert úr skák, þó bæði bæjarfógetafrúin og hinar frúrnar væru að reyna að vera svo altilegar og vinalegar við hana, að mörgum hefði þótt

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.