Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1896, Qupperneq 31

Eimreiðin - 01.09.1896, Qupperneq 31
hvað innan um annað: hljóðfæratónarnir, skóhljóðsniðurinn, hlátur- öldur og samræðuglaumurinn. Gunnhildur tifaði á tánum um salinn með bakkann sinn og var að bjóða kvennfólkinu limónaði með sama vinabrosinu og hæversku- svipnum og vant var. Daginn eptir vóru reikningar og sjóður bæjarfógetans rann- sakaðir. Yfirkennarafrúin mætti lyfsalafrúnni á götu. Þær vóru náttúr- lega báðar búnar að heyra það. »Og merkilegast af öllu er, að allt var í röð og reglu með reikningana,« sagði yfirkennarafrúin. »Það vantaði ekki einn einasta skilding í sjóðinn. Hefðuð þjer haldið það?« Það hafði lyfsalafrúin ekki haldið. Yfirkennarafrúin hafði ekki haldið það heldur. Gunnhildur gamla er búin að bjóða í margar veizlur og til- kynna mörg mannslát, því nú eru enn liðin nokkur ár. Hún er söm og jöfn og áður, jafnern og jafnljett á sjer, þó hún sje komin nær sjötugu. Þegar hún var seinast á ferðinni, var hún að tilkynna, að hann Páll málaflutningsmaður væri búinn að skilja við þennan eymdadal og farinn að finna konuna sína sálugu i öðrum og — að sögn — betra heimi. Svo hafði hún skrifað til höfuðstaðarins til Gunnlaugs, sem einmitt var nýbúinn að fá löggilding sem mála- flutningsmaður, að hann skyldi koma heim og setjast að þar i bænum; og svo hafði yfirdómsmálaflutningsmaður Gunnlaugur Hallsson komið heim til að skipa hið auða sæti eptir Pál mála- flutningsmann. Það var heljarmikil veizla hjá bæjarfógetanum; en Gunnhild- ur gekk ekki um beina. Hún var einmitt meðal boðsgestanna; því veizlan var festaröl þeirra Gunnlaugs málaflutningsmanns Halls- sonar og fröken Sigríðar Snædal. Það var annars harla kynlegt, að Gunnhildur gamla, sem var búin að taka þátt í veizlulífinu árunum saman og hafði verið svo leikin í öllu, er það snerti, virtist við þetta tækifæri að vera hálf- feimin og eins og í vandræðum með sjálfa sig. Það bætti ekkert úr skák, þó bæði bæjarfógetafrúin og hinar frúrnar væru að reyna að vera svo altilegar og vinalegar við hana, að mörgum hefði þótt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.