Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1898, Blaðsíða 5

Eimreiðin - 01.05.1898, Blaðsíða 5
85 þvert á móti af fjöldamörgum áhrifum, sem vjer höfum enga með- vitund um; þær athafnir vorar, sem vjer fremjum vísvitandi, eru runnar af ómeðvita rótum i sálarlífi voru, er myndazt hafa við áhrif þau, er uppeldi, ættgengi og önnur atvik hafa á hvern mann. Ef vjer nú virðum nokkru nánar fyrir oss þá eiginleika, er einkenna einhverja kynkvísl eða þjóð, sjest það skjótt, að eptir því sem tímar hafa liðið fram, hafa þessir eiginleikar myndazt af fjölda smááhrifa, af uppeldi og arfi frá forfeðrunum, og að kyn- kvíslin, þjóðin hefur fengið ákveðna sjereinkunn — mjer liggur við að segja — sjerstaka sál, sem er sameiginleg öllum einstakling- um þjóðarinnar, og kemur í ljós í fjölda ómeðvita hugkvæmda og athafna, sem vjer hyggjum að sprottnar sjeu af frjálsum vilja vor- um. A hinn bóginn höfum vjer auðvitað einnig sjerstaka eigin- leika, og fremjum athafnir af ásettu ráði og frjálsum vilja, og það þvi fremur, því betri menntun sem vjer höfum fengið. Hjer kem- ur og sama tvískiptingin fram: annars vegar einstaklingarnir, sín á milli einkar ólíkir, að því er menntun og andlegan þroska snertir, hins vegar múgurinn, kynkvíslin, þjóðin með sínum eðlishvötum, tilhneigingum, og tilfinningum, sem eru svo að segja sameigin- legar öllum einstaklingum hennar, en koma ekki greinilega í ljós hjá hvejrum um sig, meðan hann er einn síns liðs. Jafnvel þeir þeir menn, er sakir sjerstakrar menntunar sinnar og meðfæddra gáfna standa á hærra stigi andlegs þroska, t. d. listamaðurinn, vís- indamaðurinn, eru varla að nokkrum mun ólíkir hinum öðrum hluta þjóðarinnar i geðhreyfingum og tilfinningum; skoðanir þeirra á trúarbrögðum, stjórnmálum., siðkenningum, það sem þeir að- hyllast eða hafa óbeit á, í stuttu máli allt, sem til tilfinninganna kemur, stendur sjaldan á hærra stigi, en almennt gjörist hjá þjóðinni. Það eru nú einmitt þessir almennu eiginleikar, almennu vegna þess, að flestir skaplegir menn hafa þá á líku stigi, sem gjöra það að verkum, að fjelagsandi vaknar hjá mönnum, þegar þeir safnast i hóp. Hinir sjerstöku eiginleikar eða eigindir einstaklinganna mást af og manngildi þeirra hverfur; hið sjerstaka hverfur fyrir hinu sameiginlega og nú ráða ómeðvita eigindir lögum og lofum. Það er einmitt þessi samlagning almennra eiginda, er gjörir það skiljanlegt, að múgur og margmenni getur aldrei innt af hendi störf, er meiriháttar vitsmuni þarf til. — Þau úrslit almennra mála, sem gjörð eru á samkomu atkvæðamikilla manna, er hver dreg- ur sinn taum, standa ekki að nokkru ráði framar þeim málsúr-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.