Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1898, Blaðsíða 39

Eimreiðin - 01.05.1898, Blaðsíða 39
átta sig á málunum, og geti jafnvel aldrei áttað sig fullkomlega á sumum þeirra. Af þessu leiðir, að þingmenn vorir verða í hvert sinn að fara svo heirn af alþingi, þó leiðinlegt sje, að þeir vita ekki, hvort nokkur eða enginn árangur verður af þingstörfum þeirra, hvort nokkurt eða ekki neitt af lagaboðum þeim, er samin hafa verið á þinginu, verði samþykkt. Og svo verður þjóðin að bíða milli vonar og ótta mánuð eptir mánuð, og jafnvel missiri eptir missiri eptir því, að lögin annaðhvort verði staðfest eða þeim synjað um staðfestingu. Þessi fráleita bið er til hins mesta niðurdreps fyrir allt þjóðfjelagslíf í landinu. Þegar svo loksins seint og síðar meir, eptir langsaman tining og reyting, fleiri eða færri af lagafrumvörpum alþingis eru komin aptur undirskrifuð af konungi og ráðgjafa, þá fá menn að heyra, að þau og þau laga- frumvörp geti eigi fengið staðfesting, af því að ráðgjafinn hafi skilið þau svo og svo, jafnvel þótt engum þingmanni, og ékki sjdlfum erindsreka ráðgjafans á alþingi, landshöfðingjanum, kæmi í hug eða hjarta, að sá skilningur lægi í frumvörpunum. Að ætlun vorri er enginn galli á stjórnarskrá vorri eins tilfinnanlegur eins og þessi, og hefði hann eigi verið, mundum vjer hafa getað verið nokkurnveginn ánægðir með hana. Þessilangi dráttur og vafningur á afgreiðslu málanna, þessi vafi og ef til vill misskilningur milli þingsins, er semur lögin af þjóðarinnar hálfu, og stjórnarherrans, er, eins og vjer áður drápum á, til eyðileggingar voru þjóðfjelagslífi. Til að bæta úr þessu er það með öllu nauðsynlegt, að hinn sami mað- ur, sem kemur fram af hendi stjórnarinnar á alþingi og tekur þátt í undirbúningi lagafrumvarpanna, beri þau upp fyrir konungi til staðfestingar og undirskrifi þau með honum svo sem stjórnar- herra með ábyrgð.« Af því, sem hjer hefur verið tilfært, virðist það nokkurn veginn auðsætt, hverjum megin Einar sál. Asmundsson mundi hafa staðið, ef hann hefði nú verið uppi. Hann mundi hiklaust hafa fyllt flokk ávarpsmannanna. Þeir segja, að hið framkomna tilboð hafi í sjer fólgnar »mikilsverðar umbætur á hinum tilfinnanlegustu göll- um á stjórnarfari voru.« Hann kemst nokkuð svipað að orði, en þó öllu sterkara, þar sem hann segir, að »enginn galli á stjórn- arskrá vorri sje eins tilfinnanlegur« og sá, að ráðgjafinn ekki rnæti sjálfur á alþingi, og hann segir meira að segja, að ef bætt væri úr þessum galla, mundum vjer geta verið nokkurn veginn ánægðir með stjórnarskrána. Að vísu óskar E. Á. helzt að ráðgjafinn væri búsettur í landinu og ýmsra fleiri breytinga, en það gera ávarps- mennirnir líka, ef þess væri nokkur kostur. En nú er ekki um það að velja, heldur hitt, hvort taka beri þeim allranauðsjm- legustu umbótum, sem nú bjóðast, eða hafna þeim, af því menn fái ekki allt, sem menn óska, og halda svo áfram árangurslausri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.