Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1898, Síða 39

Eimreiðin - 01.05.1898, Síða 39
átta sig á málunum, og geti jafnvel aldrei áttað sig fullkomlega á sumum þeirra. Af þessu leiðir, að þingmenn vorir verða í hvert sinn að fara svo heirn af alþingi, þó leiðinlegt sje, að þeir vita ekki, hvort nokkur eða enginn árangur verður af þingstörfum þeirra, hvort nokkurt eða ekki neitt af lagaboðum þeim, er samin hafa verið á þinginu, verði samþykkt. Og svo verður þjóðin að bíða milli vonar og ótta mánuð eptir mánuð, og jafnvel missiri eptir missiri eptir því, að lögin annaðhvort verði staðfest eða þeim synjað um staðfestingu. Þessi fráleita bið er til hins mesta niðurdreps fyrir allt þjóðfjelagslíf í landinu. Þegar svo loksins seint og síðar meir, eptir langsaman tining og reyting, fleiri eða færri af lagafrumvörpum alþingis eru komin aptur undirskrifuð af konungi og ráðgjafa, þá fá menn að heyra, að þau og þau laga- frumvörp geti eigi fengið staðfesting, af því að ráðgjafinn hafi skilið þau svo og svo, jafnvel þótt engum þingmanni, og ékki sjdlfum erindsreka ráðgjafans á alþingi, landshöfðingjanum, kæmi í hug eða hjarta, að sá skilningur lægi í frumvörpunum. Að ætlun vorri er enginn galli á stjórnarskrá vorri eins tilfinnanlegur eins og þessi, og hefði hann eigi verið, mundum vjer hafa getað verið nokkurnveginn ánægðir með hana. Þessilangi dráttur og vafningur á afgreiðslu málanna, þessi vafi og ef til vill misskilningur milli þingsins, er semur lögin af þjóðarinnar hálfu, og stjórnarherrans, er, eins og vjer áður drápum á, til eyðileggingar voru þjóðfjelagslífi. Til að bæta úr þessu er það með öllu nauðsynlegt, að hinn sami mað- ur, sem kemur fram af hendi stjórnarinnar á alþingi og tekur þátt í undirbúningi lagafrumvarpanna, beri þau upp fyrir konungi til staðfestingar og undirskrifi þau með honum svo sem stjórnar- herra með ábyrgð.« Af því, sem hjer hefur verið tilfært, virðist það nokkurn veginn auðsætt, hverjum megin Einar sál. Asmundsson mundi hafa staðið, ef hann hefði nú verið uppi. Hann mundi hiklaust hafa fyllt flokk ávarpsmannanna. Þeir segja, að hið framkomna tilboð hafi í sjer fólgnar »mikilsverðar umbætur á hinum tilfinnanlegustu göll- um á stjórnarfari voru.« Hann kemst nokkuð svipað að orði, en þó öllu sterkara, þar sem hann segir, að »enginn galli á stjórn- arskrá vorri sje eins tilfinnanlegur« og sá, að ráðgjafinn ekki rnæti sjálfur á alþingi, og hann segir meira að segja, að ef bætt væri úr þessum galla, mundum vjer geta verið nokkurn veginn ánægðir með stjórnarskrána. Að vísu óskar E. Á. helzt að ráðgjafinn væri búsettur í landinu og ýmsra fleiri breytinga, en það gera ávarps- mennirnir líka, ef þess væri nokkur kostur. En nú er ekki um það að velja, heldur hitt, hvort taka beri þeim allranauðsjm- legustu umbótum, sem nú bjóðast, eða hafna þeim, af því menn fái ekki allt, sem menn óska, og halda svo áfram árangurslausri

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.