Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1898, Blaðsíða 56

Eimreiðin - 01.05.1898, Blaðsíða 56
136 getið í yfirliti yfir danska þjóðgripasafnið), skrifaði mjer, að þar í sveitum væri fólk vant að vefa með spjöldum og sama væri að segja um Svíþjóð. Þetta sannaðist og er jeg sneri mjer til »Nordiska Museet« í Stokkhólmi, og við það tækifæri frjetti jeg líka, að í Noregi tíðkast sama iðn. Mjer þótti þetta engin furða, því Norður- lönd hafa alltaf staðið í nánu sambandi sín á milli, En jeg varð meira hissa á að heyra, hvað húslæknir okkar, heilbrigðisráð Dr. Max Bartels, sagði mjer, er hann kom aptur úr ferðum sin- um siðast liðið haust. Dr. Bartels er einn hinna frægustu mann- fræðinga á Þýzkalandi; varð hann fyrstur til að stofna »Verein fur Volkskunde« árið 1890 (fyrsti fundur þess var haldinn þann 23. jan. 1891) og »Museum fúr deutsche Volkstrachten und Erzeug- nisse des Hausgewerbes« 1889. Sumarið 1897 fór hann á lækna- fundinn, sem haldinn var í Moskófu. Þar skoðaði hann í Rum- janzow-Museum allmikið þjóðgripasafn rússneskt; í Kákasus-deild- inni sá hann lítið kerfi af ferhyrndum spjöldum, skornum úr spil- um (Spielkarten), með gat í hverju horni og þræði dregna gegnum götin. Dr. Bartels hafði sjeð eptirmynd af íslenzkum spjaldvefn- aði hjá mjer, og datt honum undir eins í hug, að þetta kynni að vera vefspjöld. Frá Moskófu ferðaðist hann um mikinn hluta Rússlands og kom til Kútaís, höfuðborgar Imeretíu, sunnan meg- in Kákasus-fjallgarðsins. Hann gekk þar inn í sölubúð vopna- smiðs og varð honum starsýnt á karlmann einn, er sat þar inni og óf í spjöldum. Spjöldin vóru lík þeim, er Dr. Bartels hafði sjeð í Moskófu; maðurinn óf belti úr fínum silfurþráðum með smágerðu rósaflúri, eins og þau tíðkast í Kákasus, þó flest belti sjeu þar reyndar ofin úr gullþráðum með dökku rósaflúri og sum með silfurröndum. Vefnaðaraðferð hans og umbúnaður vóru nokkuð frábrugðin því, sem var hjá húsfreyjunni í skáldsögunni »Maður og kona«. Fjöl á að gizka 2 metra löng var lögð með annan enda á stól einn, og sat maðurinn á þeim enda fjalarinnar, svo að hún stóð lárjett út frá stólnum og hinn enda hennar þurfti eigi að styðja. Standur einn var festur upprjettur á hvorum enda fjalarinnar; báðum endum slöngunnar (uppistöðunnar) var hnýtt við tvo enda snæris eins, sem lagt var utan um standana og um vinstra hnje mannsins; þannig var uppistaðan þanin milli stand- anna og gat maðurinn með því að setja hnjeð fram gert hana eins stríða og hann vildi. Þræðir uppistöðunnar gengu í gegn- um nokkurs konar kamb og svo gegnum spjöldin, og voru spjöld-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.