Eimreiðin - 01.05.1898, Blaðsíða 40
120
báráttu um óákveðinn tima, sem hlyti að verða til óbætanlegs
hnekkis og niðurdreps fyrir bæði andlegar og verklegar framfarir
í landinu. Þegar um þetta tvennt hefði verið að velja, þá er auð-
sætt hvorn kostinn E. A. hefði tekið. Þetta verður og enn ljós-
ara, þegar menn líta á niðurlagsorðin í ritgerð hans. Þar segi'r
svo (bls. 19):
»Margar af þeim lagabótum, sem nú var bent til, er að vorri
hyggju enn þá nauðsynlegra að fá fljótlega, heldur en breytingar á
stjórnarskránni. Vjer höfum mikið að gera og margt að laga í
þjóðfjelagi voru, og þurfum til þess eigi svo lítinn tíma. Hið
nauðsynlegasta verður því einkum að vera i fyrirrúmi, en það er
reyndar, að ætlun vorri, að gera sarngöngurnar sem greiðastar,
bæta aivinnuvegina, búnaðinn, sjávarútveginn, verzlunina o. s. frv., en
sjer í lagi og umfram allt að auka og efla menniun alþýðunnar,
sem er hinn eiginlegi grundvöllur undir framförum og velgengni
þjóðfjelagsins.«
Margur Þingeyingur og Eyfirðingur hefði sjálfsagt gott af að
athuga þessi orð hins framliðna öndvegishölds Norðurlands, því
þótt stjórnspekingum skjóti nú upp hjá þeirn sem gorkúlum, þá
er opt valt að treysta á nýgræðinginn. Það hefur líka heldur en
ekki sýnt sig, að sumir þessara stjórnspekinga, sem með ham-
ramlegum tilberalátum vaða á bæxlunum í blöðunum, eru ekki á
marga fiska, þar sem þeir (eins og t. d. G. F. í »Dagskrá«) hafa
ekki einu sinni aflað sjer svo mikillar þekkingar á stjórnarskránni,
— hvað þá heldur á málinu yfirleitt —, að þeir viti, að aðra og
flóknari aðferð þarf að hafa til að breyta henni en einföldum
lögum, sem maður þó skyldi halda að hver óbrotinn smalastrákur
á Islandi vissi nú orðið, jafnlengi og búið er að þvæla stjórnar-
skrármálið þar. — Skoðanir Einars sál. Asmundssonar vóru byggð-
ar á dálítið traustara grundvelli en gaspur slíkra fáfræðinga.
V. G.
Danzigar-súkkulaðið.
(Frönsk smásaga frá dögum Napóleons mikla).
Um lok maímánaðar 1808, fám dögum eptir að Danzig hatði
verið tekin herskildi, fjekk Lefebvre marskálkur einhverju sinni
snemma morguns orðsending um, að keisarinn vildi hafa tal af
honum samstundis.