Eimreiðin - 01.05.1898, Blaðsíða 66
146
kosti frá Austur- og Vesturlandinu, hjer um bil eins fljótlegt að
koma brjefi með skipi til útlanda, er slíkt gæti komið áð liði.
En auk þess að þessir landshlutar þannig færu á mis við því nær
allan hagnaðinn af sæsímanum, þá eru miklar líkur til að hann
yrði þeim beinlínis til hnekkis. Ef Rvík ein stæði í frjettaþráðar-
sambandi við útlönd, hlytu bæði kaupmenn og blaðamenn
þar að standa svo miklu betur að vígi en á öllum öðrum stöðum á
landinu, að þeir hefðu yfirtökin í öllu og veruleg samkeppni gegn
þeim yrði ómöguleg. En þá væri ekki hægt að segja, að hinir
landshlutarnir hefðu eiginlega varið sem bezt þeirra skerf í þeim
700,000 kr., sem veittar hafa verið til sæsímans.
Með því jeg nú þóttist sjá, að hvorki með framlögum úr
landssjóði nje frá hjeruðum og einstökum mönnum (um slíkt er
varla að tala á Islandi) mundi fást það fje, sem nauðsynlegt væri
til landþráðanna, sneri jeg mjer til fjárlaganefndar Dana í ríkis-
þinginu og innanríkisráðgjafans og reyndi að sýna fram á nauð-
syn landþráðanna og hve mikla þýðingu þeir gætu haft fyrir Dani,
fiskiveiðar þeirra, verzlun og siglingar hjer við land. Fór jeg
fyrst fram á, að tillagið úr ríkissjóði væri haft svo ríflegt, að unnt
væri að skylda íjelagið til að leggja landþræði. Hjelt jeg því fram,
að sanngjarnt væri, að ríkissjóður legði fram tvöfalt tillag á móts
landssjóð (70,000 kr. ári), þar sem tillag hans væri bæði fyrir Fær-
eyjar og Danmörku (35,000 kr. fyrir hvort um sig). En þetta
þótti bæði fjárlaganefndinni og ráðgjafanum of freklega í farið við
ríkissjóð, en duldist þó hins vegar ekki, hve afarmikil nauðsyn
væri á að gera eitthvað til þess, að landþræðir gætu komizt á
á íslandi í sambandi við sæsímann. Eptir margítekaðar mála-
leitanir fram og aptur varð niðurstaðan sú, að fjárlaganefndin setti
ákveðin skilyrði fyrir fjárveiting ríkisþingsins til sæsímans, og
snerta tvö af þeim ísland sjerstaklega, en hin málið yfir höfuð.
Þessum skilyrðum er haldið leyndum, svo að ekki einu sinni rikis-
þingið í heild sinni fjekk að vita þau, heldur fóru þau einungis
í milli ráðgjafans og nefndarinnar; en þó var samþykkt, að fjár-
veitingin væri ógild, ef þau væru ekki uppfyllt. Jeg fjekk að
kynna mjer þessi skilyrði, en var bannað að skýra frá þeim.
Annað af þeim skilyrðum, sem snertu ísland sjerstaklega, laut að
því, ef sæsíminn yrði lagður á land í Rvík, en hitt að því, ef
hann yrði lagður i land á Austfjörðum, en fjelaginu skyldi frjálst
að velja, hvort það kysi heldur. Að skilyrðinu, sem sett var við