Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1898, Blaðsíða 23

Eimreiðin - 01.05.1898, Blaðsíða 23
103 vasa gamalmennum, ef þau kusu ekki heldur að stytta sjer sjálf aldur, er þau fundu, að þeim var orðið ofaukið og mundu verða öðrum til þyngsla. Framfærsluskyldan hefði þannig í heiðni hvorki átt sjer stað sem sveitarskylda nje sem ættarskylda, og hin íslenzka sveitastjórnar- löggjöf, sem einkum lyti að fátækraframfærslunni, hlyti þvi að stafa frá kristni. Á sömu skoðun var dr. Guðbrandur Vigfússon. Hann áleit að hin íslenzka sveitastjórnarskipun hefði fyrst myndazt i kristni, á ii. öldinni, og það yrði því að skoðast sem timavilla, er sumstaðar i sögunum væri talað um »hreppa« i heiðni. Aptur á móti álítur pró- fessor Konr. Maurer, sem mest og bezt hefur skrifað um þetta efni annar en Vilhjálmur Finsen, að Islendingar hafi þegar i heiðni haft lögbundna framfærslu og sveitastjórn, en að áhrif kirkjunnar hafi orðið þess valdandi, að ákvæðunum um framfærsluna hafi verið breytt eptir að kristni var i lög tekin. Hann heldur þvi jafnvel fram, að Islend- ingar hafi haft lög um framfærslu og sveitastjórn allt frá landnámstíð, og kornið með þau frá Noregi, þar sem hann álítur að til hafi verið regluleg sveitastjórnarlög i heiðni, áður en Island bygðist. Hann byggir þessa skoðun á allmörgum ástæðum, sem hjer yrði ofiangt upp að telja; en engin af þessum ástæðum er þó þannig löguð, að vjer höfum getað sannfærzt um, að þessi skoðun hans væri rjett. Vjer álítum beint á móti, að hin íslenzka sveitastjórnarskipun sje upprunnin á Islandi og ekki komin þangað frá Noregi. f*ó munu menn þegar i heiðni hafa haft nokkur drög til hennar. Þannig bendir margt til þess, að sum af hinum hörðu ákvæðum um meðferð á verkfærum göngumönnum stafi frá þeim tíma. Sama er að segja um ákvæðið um, að sá, er setjast vildi að í einhverri ákveðinni sveit, yrði að biðja sjer byggðarleyfis. Ennfremur álítum vjer, að ákvæðin um vátrygging á húsum og naut- peningi stafi frá heiðni, þó prófessor Maurer sje á þeirri skoðun, að einmitt þau sjeu yngri en hin önnur ákvæði sveitastjórnarlaganna og stafi frá siðasta hluta þjóðveldistímans. En oss virðist þessi ákvæði sjálf bera það með sjer, að þau hljóti að vera upprunnin í heiðni, þar sem svo er að orði kveðið, að ef menn eigi bæði eldhús og skála, þá skuli rnenn kjósa, hvort þessara tveggja húsa menn vilji heldur hafa mælt til skaðabóta. Far sem nú höf. þessara lína þykist áður hafa sannað með rannsóknum sinum á húsaskipun Islendinga á þjóðveldistímanum, að að menn hafi þegar um lok io. aldar á velflestum bæjum verið búnir að koma sjer upp sjerstöku svefnhúsi eða skála, og ekki lengur sofið í eldhúsinu, eins og áður var títt, þá virðist af þessu mega ráða, að þetta vátryggingarákvæði sje eldra og hljóti að stafa frá þeim tíma, er það var ekki enn orðið mjög almennt að hafa bæði skála og eldhús á sama bæ. fað virðist því ekki geta verið yngra en frá síðari hluta io. aldar,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.