Eimreiðin - 01.05.1898, Blaðsíða 33
”3
Keisarinn stóð þó nokkra stund grafkyr, en útvörðurinn hjelt
áfram að ganga um gólf, eins og hann hefði einskis orðið var.
»Tarna er skrítið«, tautaði hann við sjálfan sig og gekk að
útverðinum og spurði skyndilega:
»Hvers vegna kallar þú ekki: Hver er þarna?«
Utvörðurinn svaraði engu, en fal sig i þess stað í varðklefa
sínum.
Nú var keisaranum nóg boðið; hann þreif í handlegginn á
útverðinum og spurði reiðulega, hvað allt þetta ætti að þýða.
»Ó, drottinn minn!« stundi útvörðurinn upp með veikri og
mjórri rödd, »komið ekki upp um hann Agúst minn!« Og um
leið varpaði útvörðurinn sjer fyrir fætur keisarans.
»Stattu upp, stúlka min, stattu upp«, sagði keisarinn, sem
undir eins hafði sjeð, að þetta var kvennmaður. »Hver ertu?
Og hvernig stendur á því, að þú ert hingað komin i þessum
búningi?«
»Jeg skal segja yður hreinskilnislega, herra minn, hvernig í
öllu liggur«, svaraði stúlkan, »en komið þjer dálítið nær, svo að
menn heyri ekki til okkar. Jeg heiti Maria og unnusti minn
heitir Agúst. Hann er hermaður og átti að standa hjerna á út-
verði núna; en af þvi að hann er lasinn, þá bauðst jeg til að
standa á verðinum fyrir hann. Hann fór heim til þess að ylja
sjer ögn hjá okkur; það er svo kalt í veðrinu. Jeg sárbæni yður
um að vera ekki harðbrjósta gegn ungri stúlku.........,«
»Hermaður, sem vanrækir skyldu sína, bakar sjer þunga hegm
ingu, ef það kemst upp.........«
»Já, en þjer ætlið ekki að ljósta því upp, ætlið þjer?« sagði
hún með grátstaf í kverkunum.
»0, sussu nei, — legðu nú bara byssuna frá þjer og farðu
úr varðkápunni og bíddu svo eptir mjer þarna við strætishornið.
Jeg skal koma tii þín aptur samstundis.« *
Stúlkan grátbændi hann um að lofa sjer að vera kyrri á verð-
inum, en það kom fyrir ekki. Keisarinn kallaði á fyrirliða og
skipaði honum að taka byssuna og kápuna og láta annan hermann
taka að sjer varðþjónustuna. »Jeg hef,« bætti hann við, »leyft
honum Ágúst að fara af verðinum.«
Keisarinn náði nú stúlkunni, sem var farin af stað á undan.
»Nú skaltu ekki vera hrædd,« sagði hann, »jeg er nú búinn
8