Eimreiðin - 01.05.1898, Blaðsíða 10
90
fjelagsstjórn lof í lófa, sem ef til vill hver einstakur fjelagsmaður
álítur að gangi hneyksli næst, að láta sitja að völdum; þessi dæmi,
er vjer hjer höfum tilfært, getur hver maður auðveldlega gengið úr
skugga um. A dögurn stjórnarbyltingarinnar miklu á Frakklandi,
sátu á »þjóðþinginu«, er vann svo mörg blóðug og órjettlát hermd-
arverk, vel menntaðir borgarar, er hver um sig var kunnur að
friðsemi og mannúð; en þegar þeir voru komnir í hóp og undir-
orpnir hinum undarlegu áhrifum, er vjer höfum minnzt á, hikuðu
þeir sjer, þrátt fyrir allt, ekki við að láta hálshöggva þá menn,
sem allir vissu að voru saklausir, eins og þeir, sjálfum sjer til
skaða, voru hver upp á móti öðrum og ljetu taka af lifi nokkra
af sínum eigin mönnum, þótt þeir hefðu sjálfir samþykkt, að þjóð-
þingsmenn skyldu vera friðhelgir.
En það er ekki aðeins í verknaðinum að einstaklingurinn
verður allur annar í múgnum, en þegar hann er einn síns liðs.
Áður en hann hefur misst sjálfstæði sitt, breytast hugmyndir hans
og tilfinningar, og þessi 'oreyting er opt svo algjör, að hinn nízki
verður eyðsluseggur, efunarseggurinn trúaður, rjettlátur maður
bófi, löðurmennið hetja.
Það hefur verið sagt, og er opt sagt enn þá, að sannleikun
inn sje fólginn í því, sem þjóðin þá og þá álíti gott og gilt; get-
um vjer nú samkvæmt því, sem sagt er hjer að framan, haldið
því fram, að »rödd þjóðarinnar sje rödd guðs« ?
Af því, sem hjer að framan er sagt, getum vjer dregið þá
ályktun, að maðurinn stendur ætíð á lægra stigi, að því er vits-
muni snertir, þegar hann er í múgnum, en þegar hann er einn.
Á hinn bóginn skal það játað, að múgurinn er ekki ætíð áfellis-
verður; það er allt undir þvi komið, hverju honum er blásið í
brjóst-, og það nær engri átt, að skoða múginn sem flokk illræðis-
manna, eins og sumir höfundar hafa gjört. Að vísu getur múgur-
inn opt hegðað sjer glæpsamlega, en hann getur líka stundum
unnið afreksverk. Það er þrátt fyrir allt eitthvað mikilfenglegt í
því, að slíkur múgur getur gengið i dauðann fyrir trúna eða frelsið.
Eptir því sem sagt er hjer að framan, verðum vjer að álíta, að
honum sje þetta ósjálfrátt; hann vinnur þess konar hreystiverk
ósjálfrátt; en það eru þó þess háttar hreystiverk, sem mynda sög-
una. Eins og hvert annað atriði, er lítur að hinu dularfulla sálar-
lifi manna, hefur og þessi skýring á því, hvernig einstaklingurinn
hverfur inn í múginn og nýjar lyndiseinkunnir myndast við það,