Eimreiðin - 01.05.1898, Blaðsíða 45
Í25
ritað á latinu, eins og títt var meðal lærðra manna um þær mundir,
og skal jeg færa til kafla þann úr því, sem er um tóbak, í lauslegri
þýðingu: »Mig fýsir að fræðast sem fyrst urn hver áhrif tóbakið hefur,
þegar menn draga það að sjer gegnum pípu, svo reykurinn kemur út
um munn og nef, hve skammturinn á að vera mikill og hve opt á að
taka það; hvort menn eiga að neyta þess á fastandi maga, eins og sjó-
menn hafa sagt mjer, eða á annan hátt. Sumir segja, að þegar menn
draga að sjer reykinn á þennan hátt, þá sje það hollt fyrir höfuð og
brjóst. Sumir segja líka, að þegar menn tyggja það vel, svo það leys-
ist upp, þá leysi það slim úr maganum og hreinsi hann, með þvi móti
að menn selji upp. Sjómenn tíðka þessa lækningu. Þeir hafa með sjer
strengi, sem búnir eru til úr þesari jurt, mylja þá svo að þeir geti
komizt í pípuna, og þurka þá loksins svo kviknað geti i þeim«. (Olai
Wormii Epistolœ 1751, bls. 312—13).
Worm svarar sjera Arngrími 1632: »Jurtin er kaldrar náttúru, og
einkum holl fyrir þá, sem erú vots eðlis1, ef þeir neyta hennar að eins
í hófi, eins og annara læknislyfja. Ef menn draga að sjer reyk hennar
gegnum pípu, eins og sjómenn tíðka, hrcinsar hún slím úr heilanum
og skilningarvitunum. Ef menn láta svo mikið tóbak, sem jafngildir
múskathnot, standa á víni náttlangt og drekka það svo, þá eiga menn
hægra með að selja upp, en annars veit jeg ekki, hvort óhætt er að
taka jurt þessa inn«. (bls. 314).
Á brjefköflum þessum sjest, að tóbak hefur verið litt kunnugt á
Islandi um 1630, að minnsta kosti á Norðurlandi, þar sem öðrum eins
fræðimanni og sjera Arngrimi var ókunnugt um eðli þess, en að öllum
likindum hefur það þá verið farið að tíðkast á Suðurlandi. Víst er urn
það, að kringum 1639 þekktu skólapiltar i Skálholti tóbak, og sjera
Stefán Olafsson, sem þá var í Skálholtsskóla, drepur á það í ljóðabrjefi
frá þessum árurn, að menn reyki í gegnum nefið (Kvæði I, 11).
Fyrst eptir að tóbak fór að tiðkast á Islandi hefur það verið mjög
sjaldgætt, en þeim mun meira hefur þótt til þess koma. Menn sendu
kunningjum sinum þumlung af tóbaki að vingjöf (Kvæði sjera Stefáns I,
10), og á hinn bóginn báðu menn kunningja sina um svo sem þuml-
ung af tóbaki, þegar þeir vóru i tóbakshraki. I óprentuðu ljóðabrjefi
eptir sjera Bjarna Gissurarson á Pingmúla til sjera Eiriks Ólafsonar að
Kirkjubæ er vísa þessi:
Bróðir nefi mínu minn láttu’ í brjefi liggja þinn
miskunn veittu nokkra, að ljetta kvefi þumlunginn.
(Hrs. Thotts 473, 4to sbr. Kvæði sjera Stefáns I, LXXXII).
Tóbaksnautnin hefur breiðst mjög fljótt út á Islandi og um miðja
öldina hefur hún verið orðin altið. Tóbakið var kallað eða að minnsta
kosti ritað: tubaah (1658), tobach (1664), thobak (1679), og tubbach (1662,
Alþingisb. nr. 7). Menn vóru þá famir að taka allt tóbak, sem nú
tíðkast, bæði reyktóbak, munntóbak og neftóbak2 og var það kallað
1 Orðatiltæki þessi eru tekin úr splánetubókum", sem mikill trúnaður var
lagður á um þessar mundir.
2 Sbr. vísu sjera Hallgríms Pjeturssonar um tóbaksnautn á Akranesi (Sálmar
og kvæði II, 442—43), því »spýtti« er þar prentvilla fyrir »snýtti«.