Eimreiðin - 01.05.1898, Blaðsíða 61
elztur sona þeirra. Ólst hann upp hjá foreldrum sínum á
Akureyri unz hann var 7 ára gamall. Var faðir hans þar bók-
bindari, en fluttist 1865 til Reykjavíkur og gerðist þar síðar lög-
regluþjónn. Mun sú ráðabreytni einkum hafa stafað af því, að
hann óskaði að afla börnum sinum betri menntunar, en hann
átti sjálfur kost á í æsku, því hann hefur alla æfi sína verið mjög
gefinn fyrir bækur og allan þjóðlegan fróðleik, eins og rit hans
bera vott um (Stutt rithöfundatal, Prentsmiðjusaga, Æfiminning
Sigurðar Breiðíjörðs o. fl.). Þessa ósk mundi hann með engu
móti hafa getað uppfyllt, ef hann hefði setið kyr á Akureyri, en
með því að flytja til Reykjavíkur hefur hann fyllilega náð marki
sínu, þvi svo er komið,
að allir synir hans hafa
tekið stúdentspróf, og dæt-
ur hans að sinu leyti fengið
alla þá kvennlega mennt-
un, sem kostur var á. Er
það því meiri sómi fyr-
ir hann, að hafa mannað
börn sín svo vel, sem
hann jafnan hefur átt við
þröngan kost að búa. En
sjálfsagt á hans látna, góða
og göfuga kona sinn skerf
af heiðrinum, og er ekki
síður skylt að minnast
þess, þó hún sje nú fyrir
allmörgum árum komin
undir græna torfu, og
geti því ekki eins notið
ávaxtanna af því fræi, sem
hún hefur niður sáð.
Fyrstu 7 árin sem F. J.
dvaldi í Rvík, gengdi hann
ýmsum smásveina störf-
um og búðarstörfum, unz hann komst í latínuskólann, og eins
í sumarfríinu eptir að hann var þangað kominn. I skólanum
stundaði hann nám sitt af miklu kappi og varð brátt meðal
hinna fremstu skólabræðra sinna, enda fjekk hann þar og nám-
styrk í fyllsta mæli, sem varð foreldrum hans mikill ljettir.
Arið 1878 tók hann stúdentspróf með bezta vitnisburði og sigldi
svo samsumars til háskólans í Kaupmannahöfn og tók að lesa
málfræði. Þótt hann kæmi þangað með tvær hendur tómar og
foreldrar hans gætu ekkert lagt honum að mörkum, tókst honum
þó með dugnaði sínum og Garðstyrknum að sigrast á öllum efna-
legum örðugleikum, og gekk undir málfræðispróf hið forna (lat-
ínu, grísku, norrænu og sögu) í janúar 1883. Að þvi prófi loknu
tók hann einvörðungu að stunda fornnorræn fræði og hlaut næsta
ár (1884) doktorsnafnbót fyrir rit sitt »Gagnrýnisrannsóknir á