Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1898, Blaðsíða 6

Eimreiðin - 01.05.1898, Blaðsíða 6
86 slitum, er samkoma andlegra amlóða gæti gjört; í hópnum korna aðeins hinar lægri eigindir til greina, sem andlegir fáráðar eiga engu síður en þeir, sem betri gáfurn eru gæddir. I múgnum og og margmenninu eru það ekki hinir andlegu yfirburðir, sem vaxa, heldur miklu fremur heimskan. Múgurinn, sem heiðraður er með nöfnum eins og »almenningsálitð«, »hver maður«, o. s. frv., hefur ekki altjent rjettara fyrir sjer en hinn sjálfstæði hugsunarskörung- ur, er vekur athygli á því, með hve litlum rjetti þessi nöfn eru viðhöfð; hann hefur þvert á móti betra skyn en »almenningsálitið«, eða »rödd þjóðarinnar«, með því að hann getur sýnt fram á, að þessi hugtök eru í raun og veru ekkert annað en öfgafull nöfn á hvikulum múg. Ef nú einstaklingarnir, er mynda slíkan hóp, gjörðu aðeins að slá saman þeim algengu eigindum, er hver þeirra hefur, mundi niðurstaðan verða meðalgildi þessara eiginda; en aptur á móti gætu þá ekki hinar nýju eigindir, er áður var á minnzt, komið fram. Látum oss nú líta á, hvort vjer getum ekki sýnt fram á, hvernig þessar nýju eigindir myndast. Að slíkar lyndiseinkunnir, sem einkenna múginn, koma fram, á rót sína að rekja til margra orsaka. Fyrst og fremst er það, að hverjum einstakling, er staddur er í manngrúa, finnst eins og hann ráði yfir ómótstæðilegu afli, blátt áfram af því, hve margir eru þarna saman komnir, og þetta leiðir til þess, að hann gefur þeim ástríðum sínum lausan taum, sem hann mundi af fremsta megni reyna að bæla niður, væri hann einn síns liðs; hann leggur því síður hömlur á sig, sem hann finnur, að hann er liður í nafn- lausum, ópersónulegum og ábyrgðarlausum manngrúa, og sú ábyrgðartilfinning, sem jafnan heldur einstaklingnum aptur, hverf- ur með öllu. Onnur orsök til þess, að sjerstakar eigindir koma fram, er — geðnæmi. Að einstaklingar, sem staddir eru í manngrúa, verða fyrir geðnæmum áhrifum, er auðvelt að sýna fram á, þótt örðugt sje að skýra, hvernig á því stendur. Þegar menn hafa safnazt saman í hóp, verður hver tilfinning og athöfn geðnæm, og það svo, að einstaklingurinn lætur auðveldlega sjálfs síns hagsmuni sitja á hakanum fyrir sameiginlegum hag annara. Það, sem hjer er um að ræða, líkist mjög ástandi því, er dávaldur getur komið hinum dá- leidda í; einstaklingurinn sýnir þægð og tillátssemi, sem ef til vill er algjörlega á móti eðlisfari hans, og hann alls ekki gat áð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.