Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1898, Blaðsíða 53

Eimreiðin - 01.05.1898, Blaðsíða 53
byrjað þegar á 17. öld; en ekki vita menn þó, hvenær Danir fóru fyrst að flytja okkur tóbak. 1630 er tóbak ekki talið, þar sem getið er um vörur þær, sem fluttar voru frá Danmörku til Islands, og ekki heldur 1655, eptir því sem Skúli Magnússon landfógeti segir i Deo regi, patrúe^ (1768, bls. 379). Um miðja 18. öld er aptur öll tóbaksverzlun við Islendinga komin í hendur Dönum, því svo segir í konungsbrjefi 27. apríl 1751 til Rantzaus greifa, stiptamtmanns á Islandi, að ekki megi flytja til Islands annað presstóbak en það, sem búið væri til í verksmiðju einni í Kaupmannahöfn, og ekki mættu Islendingar hafa annað tóbak meðferðis (L. f. Isl.). Jeg hef fyrst rekið mig á skýrslur um tóbaksflutninga til íslands J743 °g skal jeg færa hjer til pundatöluna bæði þetta ár og nokkur önnur ár til samanburðar: 1743 17S4 1806 1816 1849 6560 S 53800 ÍS 76160 ® 66064 Í& 79967 ® Hjer er allt tóbak talið, og er skýrsla þessi tekin eptir skýrslum um landshagí á Islandi I. Menn vita lika, að minnsta kosti að nokkru leyti, hve mikið flutt var af tóbaki til Islands 1750. Islenzka verzlunarfjelagið kvartar yfir því 1751, að Islendingar kaupi minna af dönsku tóbaki en áður hafi tíðkazt. Aður hafi verið keyptar þar 5—600 kistur af presstóbaki árlega, en nú aðeins 233, og af þessum 533 kistum, sem hefðu verið sendar til Islands árið áður, væri helmingurinn óseldur (L. f. Isl. II, bls. 73—74)- I »Samlinger til Handels-magazin for Island« I er talið hve mikið var flutt af pípum og tóbaki til íslands 1786 og 1787, og er skýrslan á þessa leið: 1786 1787 Tylftir af löngum pípum 139 159. Tylftir af stuttum pípum 466 34- Presstóbak (®), hjerumbil 33880 29040. Rullutóbak —»•— 30000 24000. Skozkt tóbak —»— 16000 14450. Presstóbak var haft til munntóbaks, eins og áður er getið um, en rullutóbak og skozkt tóbak til neftóbaks, og vantar því alveg reyktóbak, en menn munu hafa reykt samskonar tóbak og menn tóku í nefið og jafnvel upp í sig. Munntóbak hefur jafnvel verið reykt framundir þenna dag, og jeg hefi talað við mann úr Rangárvallasýslu, sem segist hafa rej'kt þar munntóbak úr járnpípu um 1880, og mun vera fremur rammt. Aldrei hef jeg sjálfur vitað þessa reykingaraðferð á Norð- urlandi. r verzlunarskýrslunum frá Islandi fyrir 1890, í Stjórnartíðindunum 1891, er skýrsla um tóbaksflutning til Islands: Neftóbak 31259 ® Reyktóbak 22463 kr. Munntóbak 56597 $T Vindlar 20094 kr. og sjest af henni að miklu meira er flutt nú af tóbaki til Islands en á 18. öld og um miðja þessa öld. Nú hafa verið taldar ýmsar tegundir tóbaks, sem fluttar voru til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.