Eimreiðin - 01.05.1898, Blaðsíða 35
115
»Vertu nú ekki svona þrálynd. Þú hefur ráð og örlög unn-
usta þins í hendi þjer, og sýnir þú mjer ofurlitla blíðu, þá fær
þú það, sem er í þessum sjóði, í heimanmund.«
»Allir eru þeir eins«, tautaði gamla konan.
Það glitti í gullpeningana gegnum möskvana á silkipyngjunni,
og þeir brugðu tælandi og töfrandi freistingarljóma yfir þetta fá-
tæklega heimili; en stúlkan ljet sjer hvergi bregða og stóðst
freistinguna.
Keisarinn hafði alla sína æfi verið efunargjarn að því er
snerti kvenndyggðir. En þarna brást honum bogalistin.
»Eigið þjer sjálfur gullið yðar«, sagði Maria loksins, »jeg
hej^ri unnusta mínum einum til, og úr því að þjer eruð ríkur, ræð
jeg yður til að dvelja ekki of lengi hjerna«.
Þessi orð fengu svo á keisarann, að honum vöknaði um
augu.
»Hvers krefst þú af mjer«, spurði hann með viðkvæmri rödd,
»til þess að sanna, að jeg vilji þjer ekki nema gott?«
»Að þjer þegið yfir því, sem þjer hafið komizt á snoðir um.«
»Hjerna er hönd mín til staðfestingar því.«
»Og farið þjer svo i burt hjeðan!«
»Kysstu mig að minnsta kosti einn koss, áður en þú rekur
mig út«, sagði keisarinn og gekk beint framan að henni. I sama
vetfangi opnuðust dyrnar og Agúst kom inn.
Þegar hann sá hinn ókunna mann, kom eins og dalítið á
hann, en hann áttaði sig fljótt og gekk snúðugt að honum og
spurði með mesta þjósti:
»Hvaða rjett hafið þjer til að vera hjerna?«
»Og hvaða rjett hefur þú til að vera hjerna?« spurði keisar-
inn aptur ofur rólega.
»Jeg! — Jeg er unnusti Maríu!»
»Og jeg hef komið hingað, af því að mjer þóknaðist nú að
gera það.«
»Þjer hafið komið hingað í miður sæmilegum tilgangi?« sagði
Agúst reiðilega og ógnaði um leið með hendinni.
»Af hverju veiztu það?«
»Þjer eruð ,hermaður?«
»Já!«
»Jæja, þá þarf jeg ekki að gefa yður á hann. — Komið þjer
nú með mjer!«
8*