Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1898, Blaðsíða 71

Eimreiðin - 01.05.1898, Blaðsíða 71
Tveir mansöngvar. I. Komdu meö mjer! Komdu með mjer, vina, ofan á engi! Inni í þessu raka vetrarlopti hefi eg krepptur setið langa-lengi ljóss og yls og fjörs og gleði vana og nú er úti sólmánuður sumars, Komdu með mjer, vina, svona! Sjáðu! sólin blessuð yfir Vatnshlíð miðri er að hálfu hulin þíðuskýjum, hlýjan anda leggur framan dalinn og angan blíða birkis og fjalldrapa Komdu með mjer lengra, ljúfa, heyrðu! lóan syngur »dýrðin« þarna neðra og hrafnaklukkur höfðum sjáðu kinka hvítum blómum reifðum æskubrosi og engjarósir velta vöngum rjóðum. Komdu, sjáðu spóann stika stórum. Hann stanzar nú. Heyr róminn undurþýðan, eins og bergmál blíðrar smalaraddar, er berst á milli fjalla á heiðum uppi í haustlogninu um hraun og bleika móa. Komdu, sjáðu Laxá lygna og tæra líða fram um starkögraðar eyjar og æðarfugl og endur spakar sveima upp og niður. Hlusta á klakið þýða og sífellt »ava ánla« hávellunnar, Komdu með mjer, vina, lengra, — lengra! Lífs mins vegur, sjertu með mjer eigi, yfir hraun og hjarn og urðir liggur,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.