Eimreiðin - 01.05.1898, Blaðsíða 11
9i
mikla þýðingu. Einkum mun hún opna augu manna fyrir því,
hve ósatt hið gamla orðtak »Vox populi, vox dei« er, og gjöra
menn varkárri í því að telja allt satt, sem hið svonefnda »almenn-
ingsálit«, »þjóðin«, »meirihlutinn« og yfir höfuð »menn« álíta.
Almenningsálitið verður þá fyrst sannleikanum samkvæmt,
þegar einstaklingar mannfjelagsins hafa aflað sjer svo mikils mann-
gildis og lyndisfestu, að múgurinn hefur ekki framar áhrif á þá,
svo að þeir geta haft og haldið fast við ákveðna og óbifanlega
skoðun sjálfra sin; þá fyrst verður fengin full trygging fyrir rjett-
mæti þingbundinnar stjórnar, þar sem múgurinn hefur æðsta úr-
skurðarvald; en því miður verður þess lengi að bíða, að hið
hvikula, sviplynda mannkyn fái að búa við svo glæsilegan hag.
Þýtt hefur
G. F.
Örn og lævirki.
(Eptir Rúckert).
Ó að eg fengi
Sem flugsterkur örninn
Sveiflast mót risandi sólu,
Djúpt inn í dagroðann
Dýft minni bringu
Og baðað mig bjartlopts í straumi,
Og meðan enn myrkfara
Mókir í djúpi,
Sogið frá vaknandi
Sólauga himins
Hið fyrsta tindrandi tillit!
Eður sem ljettfleygur
Lævirkinn fengi’ eg
Fylgt eptir sígandi sólu,
Hátt yfir fold
A friðsælu kveldi,
Og eyglóar síðgeislum
Yfirskininn