Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1898, Blaðsíða 41

Eimreiðin - 01.05.1898, Blaðsíða 41
121 Marskálkurinn var í rúminu og enn i fasta svefni, þegar hon- urn kom þessi orðsending. En hann var ekki lengi að tvínóna við að komast á fætur og var því alklæddur að fám mínút- um liðnum. Napóleon var að lesa Berthier hershöfðingja fyrir ýmsar fyrir- skipanir, þegar Lefebvre ljet tilkynna komu sína. »Nú þegar!« sagði Napóleon dálítið hissa. »Þetta getur mað- ur, svei mjer, kallað að flýta sjer. Finnst þjer ekki líka, Berthier, að hann kunningi okkar hertoginn hafi í þetta sinn sýnt fádæma rögg af sjer?« Síðan sneri keisarinn sjer að boðliðanum og bætti við: »Viljið þjer segja kertoganum af Danzig, að jeg hafi beðið hann að gera svo vel að koma hingað, af því að mig langaði til að njóta þeirrar ánægju, að borða með honum dögurð. En biðjið hertogann að gera svo vel og bíða í framherberginu fáeinar mín- útur, af því jeg eigi svo annríkt i svipinn.« Boðliðinn hjelt, að keisarinn hefði misskilið sig, og vakti athygli hans hátignar á því, að hjer væri eigi að ræða um neinn hertoga af Danzig, heldur væri það hann Lefebvre marskálkur, sem hefði látið tilkynna komu sína. »Farðu bara út og segðu það, sem jeg hefi sagt«, svaraði Napóleon brosandi. »Ef jeg vil gera einhvern að hertoga, þá á jeg líklega með það; er ekki svo? Enda verðið þjer sjálfsagt að játa, að hann Lefebvre marskálkur hefur með hinu síðasta frægi- lega afreksverki sínu unnið til þess, að honum væri sýndur ein- hver sómi.« Boðliðinn hneigði sig og hafði sig út til marskálksins, sem átti bágt með að láta ekki bera á óþolinmæði sinni yfir þvi, að þurfa að bíða sona lengi. Hann gat heldur ekki skilið í því, að keisarinn skyldi nú þegar, sona snemma morguns, hafa gert orð eptir sjer aptur, þar sem þeir höfðu skilizt svo seint kvöldinu áður. »Jeg átti að skila frá hans hátign,« sagði boðliðinn, »að hann bæði yðar hágöfgi að bíða fáeinar mínútur. Hans hátign langar til að borða dögurð með yðar hágöfgi, en er í svipinn í óða önn að lesa ýmsar fyrirskipanir fyrir honum Berthier hershöfðingja.« »Hans hátign verður að ráða«, svaraði marskálkurinn og settist á stól, án þess að taka eptir þessum nýja, göfga titli, er hann hafði verið ávarpaður með. Tíu mínútum síðar hringdi keisarinn, og skömmu síðar kom
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.