Eimreiðin - 01.05.1898, Blaðsíða 36
r 16
»Agúst! Agúst! Hvað ætlarðu að gera?« kölluðu báðar kon-
urnar og rejmdu að halda í hemilinn á honum.
»Jeg er reiðubúinn«, svaraði keisarinn og sló um leið frá sjer
feldinum. En þá var eins og Agúst hefði verið lostinn af eld-
ingu og hann varð fölur sem nár.
»Keisarinn!« stamaði hann út úr sjer og kastaði sjer á knje
og grátbændi um miskunn fyrir móðgunarýrði sín. Konurnar
köstuðu sjer nú lika á knje.
»Standið upp og verið glöð!« sagði keisarinn. »Þið eruð
sómafólk, og jeg vil fá að verða skírnarvottur allra barnanna ykkar«.
I 9 ár samfleytt kom Agúst reglulega á hverju ári og til-
kynnti keisaranum, að nú væri hann aptur búinn að eignast son.
Þegar langt var liðið á io. árið, mætti keisarinn einu sinni Agúst
í hallarganginum í Burg.
»Nú er líklega sá tíundi á ferðinni«, sagði keisarinn kát-
broslega.
»Nei, yðar hátign; það hefur ekki árað vel í ár. I þetta sinn
kem jeg ekki til að fá mjer skirnarvott, heldur í öðrum erindum.
Jeg hef heyrt að ófriður væri í þann veginn að byrja og kem nú
til þess að biðja leyfis yðar hátignar til að jeg megi fara með hern-
um sem sjálfboðinn hermaður. Bróðir minn, sem er óhraustur,
ætlar að annast verzlunina, sem mildi keisarans míns studdi mig
til að korna á fót.«
»En hvað segir konan þin um þessa fyrirætlan?«
»Konan mín mun bara elska mig enn heitar, ef jeg kem
heim aptur með sárum, sem jeg hef fengið í þjónustu keisarans
míns.«
Hálfu ári síðar kom Agúst aptur til Vínarborgar og hafði þá
heljarmikið ör á vanganum og á brjóstinu verðlaunamerki fyrir
góða framgöngu.
Jósef IL hafði mjög gaman af að segja frá þessu æfintýri
sínu og bætti þá ævinnlega við:
»Jeg segi ykkur það satt, að þessi unga stúlka, hún María,
hefur ekki gert neina smáræðisbreyting á skoðunum mínum að
því er snertir kvenndyggðir.«
Þýtt af
V. G.