Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1898, Blaðsíða 26

Eimreiðin - 01.05.1898, Blaðsíða 26
io 6 vóru því fæstir sem óskuöu sjer að ná hárri elli, heldur miklu fremur óttuðust það sem hvert annað böl. Ein gömul saga bendir jafnvel á, að það hafi fyr á öldum, áður en sögur hófust, ekki verið neitt sjer- lega sjaldgætt, að fátækir foreldrar hafi, til þess að verða ekki börnum sínum til þyngsla, ráðið sjer sjálf bana með þvi að kasta sjer niður af háum hamri, sem af þvi fjekk nafnið œtternisstapi (sbr. »að ganga fyrir ætternisstapa«). Er sagt að þetta hafi verið siður í Gautlandi hinu vestra, og er varla ástæða til að skoða þá frásögn sem bábilju eina. Pað var sem sje víðar siður en á Norðurlöndum í heiðni, að losa sig við veik og örvasa gamalmenni með því að lóga þeim eða láta þau sjálf fyrir- fara sjer, þvi það hefur verið sýnt fram á, að slíkt var líka siður hjá Vind- um og á Norður-Pýzkalandi. Sömuleiðis segir Plinius frá því um Hyber- bóreana, að það hafi verið siður hjá þeim, að gamalmenni fyrirfæru sjer með því að steypa sjer niður af háum hamri. Par er þvi getið um sama siðinn sem í hinni norrænu frásögu, og hinn frægi sagnaritari Geijer segir í Svíasögu sinni, að í Sviþjóð sjeu til margir hamrar, er enn beri nöfn, sem bendi á þennan sið. Lítum vjer nú sjerstaklega til íslands, þá bera sögurnar þess vott, að menn hafi þar allt fram að lokum io. aldar álitið það fullkomlega leyfilegt, þegar menn vóru i þröng, að losa sig við hrum gamalmenni með því að fyrirfara þeim eða öllu heldur með því að »gefa þau upp«, sem svo var kallað, sem hlaut að leiða til þess, að þau dæju úr sulti, ef þau urðu ekki fyrri til að stytta sjer sjálf aldur. En mannúðarand- inn var þó þegar á þeim tima búinn að fá svo mikil tök á hugum manna, að menn tóku ekki til slikra örþrifráða, nema menn væru i hin- um mestu kröggum; og jafnvel þó svo stæði á, urðu þó ætíð ein- hverjir til að rísa á móti þessum ómannlega villisið. Arið 975 gerði »óaldarvetur mikinn« á íslandi og hjeldu þá Reyk- dælir fund hjá Ljóti hofgoða, til þess að ráðgast um, hvað gera skyldi, til þess að afstýra alménnu hallæri, og sýndist mönnum ráð að »heita til veðurbata«. Vildi Ljótur láta heita að gefa til hofs, en bera út börn og drepa gamalmenni. En öðrum manni, Áskatli, þótti það ómælilegt og kvað engan hlut batna mundu við það; kvað hann ráðlegra mundu að gera skaparanum tign i því, að duga gömlum mönnum, og leggja þar fje til, og fæða upp börnin. Móti þessari uppástungu mæltu margir i fyrstu, en þó lauk svo, að Áskell rjeð. Frá þessu er sagt í Reyk- dælu (7. k.), en í Landnámu (bls. 323) er önnur frásögn um ástand landsins almennt þetta sama ár, og segir þar, að þá hafi verið svo hart i ári, að »þá átu menn hrafna ok melrakka, ok mörg óátan ill var etin, en sumir létu drepa gamalmenni ok ómaga, ok hrinda fyrir hamra; þá sultu margir menn til bana« o. s. frv.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.