Eimreiðin - 01.05.1898, Síða 56
136
getið í yfirliti yfir danska þjóðgripasafnið), skrifaði mjer, að þar í
sveitum væri fólk vant að vefa með spjöldum og sama væri að
segja um Svíþjóð. Þetta sannaðist og er jeg sneri mjer til »Nordiska
Museet« í Stokkhólmi, og við það tækifæri frjetti jeg líka, að í
Noregi tíðkast sama iðn. Mjer þótti þetta engin furða, því Norður-
lönd hafa alltaf staðið í nánu sambandi sín á milli, En jeg varð
meira hissa á að heyra, hvað húslæknir okkar, heilbrigðisráð
Dr. Max Bartels, sagði mjer, er hann kom aptur úr ferðum sin-
um siðast liðið haust. Dr. Bartels er einn hinna frægustu mann-
fræðinga á Þýzkalandi; varð hann fyrstur til að stofna »Verein
fur Volkskunde« árið 1890 (fyrsti fundur þess var haldinn þann
23. jan. 1891) og »Museum fúr deutsche Volkstrachten und Erzeug-
nisse des Hausgewerbes« 1889. Sumarið 1897 fór hann á lækna-
fundinn, sem haldinn var í Moskófu. Þar skoðaði hann í Rum-
janzow-Museum allmikið þjóðgripasafn rússneskt; í Kákasus-deild-
inni sá hann lítið kerfi af ferhyrndum spjöldum, skornum úr spil-
um (Spielkarten), með gat í hverju horni og þræði dregna gegnum
götin. Dr. Bartels hafði sjeð eptirmynd af íslenzkum spjaldvefn-
aði hjá mjer, og datt honum undir eins í hug, að þetta kynni að
vera vefspjöld. Frá Moskófu ferðaðist hann um mikinn hluta
Rússlands og kom til Kútaís, höfuðborgar Imeretíu, sunnan meg-
in Kákasus-fjallgarðsins. Hann gekk þar inn í sölubúð vopna-
smiðs og varð honum starsýnt á karlmann einn, er sat þar inni
og óf í spjöldum. Spjöldin vóru lík þeim, er Dr. Bartels hafði
sjeð í Moskófu; maðurinn óf belti úr fínum silfurþráðum með
smágerðu rósaflúri, eins og þau tíðkast í Kákasus, þó flest belti
sjeu þar reyndar ofin úr gullþráðum með dökku rósaflúri og sum
með silfurröndum. Vefnaðaraðferð hans og umbúnaður vóru
nokkuð frábrugðin því, sem var hjá húsfreyjunni í skáldsögunni
»Maður og kona«. Fjöl á að gizka 2 metra löng var lögð með
annan enda á stól einn, og sat maðurinn á þeim enda fjalarinnar,
svo að hún stóð lárjett út frá stólnum og hinn enda hennar þurfti
eigi að styðja. Standur einn var festur upprjettur á hvorum enda
fjalarinnar; báðum endum slöngunnar (uppistöðunnar) var hnýtt
við tvo enda snæris eins, sem lagt var utan um standana og um
vinstra hnje mannsins; þannig var uppistaðan þanin milli stand-
anna og gat maðurinn með því að setja hnjeð fram gert hana
eins stríða og hann vildi. Þræðir uppistöðunnar gengu í gegn-
um nokkurs konar kamb og svo gegnum spjöldin, og voru spjöld-