Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1903, Blaðsíða 26

Eimreiðin - 01.09.1903, Blaðsíða 26
englum og (samkvæmt ýmsum helgisögum) af guði sjálfum; og alt um það hefir aldrei á því staðið, að hann efndi eigi nákvæmlega öll sín heit og loforö; og öll þau vandræða-óskil, sem yfir hann hafa gengið gegnum allar aldanna raðir, hafa enn þá eigi linað eða lamað staðfestu hans og stórhuga. Eintómt orð hans er met- ið á við helgustu handsöl og særi, á við eiðfestar undirskriftir með innsiglum og vottum. Fá munu þau dærnin, að menn vissi til, að þeir, sem við hann bundu viðskifti, hafi heimtað nafn hans undir gjörðarbréf, ellegar veðfé og aðra trygging þess, að hann efndi orð sín; ráðvendni hans að því leyti hefir enginn enn þá efast um. Gætum og þess, að það er eigi djöfsi, sem grobbar af ráðsvinnu sinni, heldur er þetta sú ályktun, sem vitnisburðir óvina hans bera fram óbeðnir fyrir oss. Hluttekning vor gagnvart þessum píslarvott ráðvendninnar í viðskiftum, gagnvart þessu ginningarfífli guðs og manna, eykst og margfaldast, þegar vér athugum eigið eðlisfar vort og afstöðu við þessa illa ræmdu hátign. Ef vér legðum hönd á hjartastað, yrð- um vér að játa, að hver einasti af oss hefir, þrátt fyrir guðs eftir- mynd vora, eina eða aðra lyndiseinkunn, sem eitthvað er í ætt við djöfulinn. Eg tek ekki tillit til nokkurra stórsynda eða boð- orðabrota, heldur til smámuna, sem oss varla kemur til hugar að iðrast eftir. Varð oss aldrei, þá er oss var glatt í geði, að brosa að náunga vorum? Gjörðum vér aldrei gabb að manni, svo hon- um væri stríð í? Höfum vér aldrei ergt eða blekt náunga vorn? Eða var oss aldrei skemt, þegar einhver meinleysinginn lenti 1 ráðaþroti einfeldninnar ? Og hví þá eigi? Ef vér úthýstum úr mannlegu félagi öllum glettum, skopi og smábrellum, mundi það missa eitt af sínu bezta kryddi, og gjörðum vér einhvern mann svo úr garði, að í fari hans fyndist ekkert nema eintómar dygðir, mundi sá sami þegn þykja manna leiðastur. Pessir smákeipar og smábrestir manna eru það, sem gjöra mikilmennin sjálf mannleg og viðkunnanleg. Maður með eintóma siðarellu yrði hvorki að- laðandi né þess eðlis, að hann vekti hluttekning vora. Djöfullinn er fóstri allra misskilinna snillinga. Pað er hann, sem kennir oss að hætta á nýjar brautir; hann veldur frumleik í hugsunum og athöfnum. Hann eggjar oss til að leggja út á ókunn höf og leita uppi hina ókunnu, auðsælu Indlands strönd. Hann lætur oss dreyma fyrir hærri hamingju og meiri hagsæld. Hann er andi eirðarleysis, sem etur innri mann vorn, en sem þó leiðir einatt að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.