Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1903, Blaðsíða 30

Eimreiðin - 01.09.1903, Blaðsíða 30
langt burtu frá þessum blessaba búgarði. Á þann hátt kem ég engu illu til leiðar«. Bóndi brosti í kampinn. »Deesa«, sagði hann svo, »nú hefir þú sagt sannleikann og ég skyldi gefa þér frí á augabragði, ef nokkur ráð væru með að nota fílinn meðan þú ert burtu. Pú veizt að hann hlýðir engum nema þér«. »Megi Ljós Himinsins lifa fjörutíu þúsund ár. Eg skal ekki vera burtu nema tíu daga. Eftir þann tíma skal ég koma aftur, upp á æru, sál og samvizku. Má ég með tilliti til þessa örstutta tíma með náðarfylsta leyfi hins Himinborna kalla á hann Moti Guj?« Leyfið var veitt, og Deesa kallaði með hvellum rómi á hinn stórvaxna fíl, er óðar vatt sér fram úr skugga trjánna, þar sem hann hafði staðið og verið að ausa yfir sig ryki og mold, þangað til húsbóndi hans kæmi aftur. »Ljós hjarta míns, Verndari hins drukna, Fjall máttar og meg- ins, hlustaðu nú«, sagði Deesa, standandi fyrir framan hann. Moti Guj hlustaði og heilsaði með rananum. «Ég ætla að fara burtu«, sagði Deesa. Augun á Moti Guj tindruðu. Honum þótti eins gaman að lystitúrum og eiganda hans; þá gat maður krækt sér í alls konar góðgæti, sem óx meðfram veginum. »En þú, klunnalega gamla svín, þú verður að vera eftir og vinna«. Gleðibragðið hvarf, þó Moti Guj reyndi að sýnast ánægð- ur. Honuni var meinilla við að rífa stubbana upp úr skóglendinu, það meiddi hann í tennurnar. «Ég ætla að vera burtu í tíu daga, Uppspretta ánægjuttnar, haltu upp þessum framfæti ég ætla að skrifa það á hann, vörtótta paddan þín, skriðin úr þornuðum forarpolli«, og Deesa tók tjald- hæl og sló Moti Guj tíu sinnum á neglurnar. Moti Guj orgaði og stóð ókyr. »Tíu daga«, sagði Deesa, »verður þú að vinna og strita og rífa upp tré og Chihun hérna á að stýra þér. Taktu Chihun upp og settu hann á háls þér!« Moti Guj hringaði endann af ranan- um, Chihun sté í hringinn og var sveiflað upp á háls fílnum. Deesa rétti Chihun hinn þunga »Ancus«, járngaddinn, sem notað- ur er við fíla, og Chihun lamdi í sköllótta kollinn á Moti Guj, eins og væri hann tilfinningarlaus steinn. Moti Guj grenjaði hátt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.