Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1903, Blaðsíða 66

Eimreiðin - 01.09.1903, Blaðsíða 66
226 hver finnur ekki lýsinguna (menn verða að þekkja frummálin, þvi á þeim er þó annar blær en á þýðingunum)? En bæði þessi miklu skáld hafa samt kveðið svo, að lýsingarnar geta átt við hvar sem er. En hversu öðru vísi er ekki alt þetta í kvæðakerfinu »Hafsins börn«! Eitthvað hefir vakað fyrir hinu hómeriska skáldi, þegar hann kaliar sjóinn »uoXúcpAotaj3o?,« marghljóðandi, margþjótandi — það er eitt orð, en það innibindur mikið. Hjá Guðmundi er það hvorki Mið- jarðarhafið né Grikklandshaf, þessi innilokuðu höf eru of þröng, og þó að þar komi stormar og bárur, þá er það ekki eins stórkostlegt eins og úthafið eða reginhafið; það er einmitt þetta haf, okkar haf, sem Guðmundur sér; þetta haf verður að töfrahafi, leikandi, hvínandi, belj- andi, öskrandi, syngjandi með öllum röddum og öllum tónum, óhemju- legt og indælt um leið, og í þessu hafi hljóma indæl ástarljóð — óþrotleg löngun og ástarþrá — löngun eftir einhverju sem ekki er unt að ná, og því sterkari og því meira kveljandi — maður veit ekki hvað maður á að gera af sér. En skáldleg nautn er í því. Og hvað er svo þetta töfrahaf? Er það ekki djúp sálarinnar — er ekki haf- mærin sú vera, sem maðurinn þráir og þreyir eftir en ekki nær? Þetta verður hver að skilja eins og hann vill eða getur. »Fagurfræðingarn- ir*1 geta kannske liðað þetta i sundur og spreytt sig á því, eins og grasafræðingarnir liða blómin sundur, en ég hefi enga lyst á þvi; mað- ur veit hvað mikið verður úr skáldskapnum, þegar þannig er farið að. Ég fer þess vegna ekkert út i hið einstaka, en ég skal samt gera fá- einar athugasemdir. Mér finst ekki rétt að láta hafmeyjuna hafa lík- amseðli, því hún er andi eða svipur, hugsjónarleg vera, en ekki líkami. Þess vegna á ekki við að segja að hún sé vot; »titrandi mardögg draup af augnahárum;« »hann margkysti af hafseltu döggvotan hvarm;« en sama kemur fyrir hjá Goethe: »aus dem bewegten Wasser rauscht — ein feuchtes Veib hervor;« og hjá Jónasi Hallgrímssyni (»Sæunn hafkona«): »vel skal stijúka vota lokka« — »hárið er því vott með öllu« (smekkleysa); sama er að segja um þetta: »Hve brá honum nú við fótatakið« — ekkert »fótatak« getur hugsast hjá öndum eða svip- um. Þess vegna lætur Dante svipina í öðru lífi vera skuggalausa: Þeir finna að Dante er ekki einn af þeim, heldur maður með líkams- eðli, af því skugga ber af honum. (Grikkir sögðu c?u)(tÍ og eiStoXov, Rómverjar »umbra« — þeir blönduðu aldrei líkamlegu eðli þar við; norræn og íslenzk draugatrú er alt öðru vísi og grófari). : Þá kann ég heldur ekki við, að Auðunn dregur barnið upp á öngulinn — í öllum þessum dæmum fellur hið andlega eðli úr sjálfu sér og verður það, sem það ekki átti að vera Pá er »Sigrún í Hvammi.« Jón Ólafsson hefir ritað stuttlega um þetta í Nýju Öldinni. Sumir hafa hneykslast á þessum ljóðum; ég heyrði Guðmund einhveiju sinni lesa þau upp, en ég fylgdi þá ekki vel með; ég heyrði þá að tóninn í fólkinu var ekki sérlega hlýr. En þegar ég les þau, þá finst mér ekki eins mikil ástæða til að hneyksl- ast á þeim, eins og mörgu öðru, sem enginn hneykslast á. Það fór álíka og með Þorstein Erlíngsson, þegar hann orti »örlög guðanna«—-' 1 Mér er ekki vandara um en öðrum að nota þetta ljóta orð! »: -f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.