Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1903, Blaðsíða 75

Eimreiðin - 01.09.1903, Blaðsíða 75
235 Greinar þessar, sem flestar eru frá árunum 1901 —1902, eru liprar og vel samd- ar. Þýðingarnar á kvæðunum virðast vera vel gerðar, þótt þær auðvitað geti eigi jafnast við frumkvæðin, Kvæði Jónasar, ísland, þýðir höf. á þessa leið: Island! alsæle oy, fagre og fonnkvite mor vaar! kor er no fornfrægdi di med fridom og daadsterke tid? Skiftande alt er i verdi, for dine fagraste stunder lyser som ljoneld um nott langt inn i ti<ii som kvarv. — Landet var lokkande vænt og ljossveipte jokul tindar, himmelen blaanande hog, havet var skinande bjart o. s. frv. MYNDUN MÓBERGSINS Á ÍSLANDI. í sænska tímaritinu »Geol. Fören. i Stockholm Förhandl.« Bd. 24 (1902) hefir Helgi Pjetursson ritað grein um myndun móbergsins á íslandi. í grein þessari svarar hann ritdómi, sem próf. Porv. Thor- oddsen hafði ritað í tímariti þessu um sama efni (sbr. Eimr. VII, 159). H. P. UM GRÍMSEY (»Et Besog paa Grims0«) hefir prófessor Porvaldur TJioroddsen ritað mjög skemtilega og fróðlega grein í »Geografisk Tidsskrift« (1901 —1902), þar sem hann segir frá ferð sinni þangað í júní 1884. En jafnframt er í greininni full- komin lýsing á eynni, bæði landslagi, loftslagi, jurta- og dýralífi, og ennfremur á atvinnuvegum og lifnaðarháttum eyjarskeggja. í*ar er og saga Grímseyjar rakin frá elztu tímum og til vorra daga. SAGAN OKKAR (»Vor Historie«) heitir bók, sem vér finnum ástæðu til að benda lesendum Eimreiðarinnar á. Hún er eftir sagnfræðinginn, ríkisþingmann Joha?i Ottosen og hefir smámsaman komið í hinu fjölkeypta og ágæta vikublaði »Frem«, en er líka gefin út sem sérstök bók. í*að er saga allra Norður!anda frá elztu tím- um og er stutt yfirlit yfir hina helztu viðburði í sögu íslands þar einnig með. Af sögu þessari eru nú út komin tvö bindi og endar hið fyrra á Kalmarsambandinu (1397), en hið síðara á falli Karls tólfta (1718). Framsetningin er einkar ljós og meðferðin á efninu öll hin bezta. Auk þess er bókin prýdd fjölda af myndum og landsuppdráttum til skýringar (um 200 myndir í hvoru bindi). Oft er og skygnst langt út fyrir Norðurlönd til skýringar eða samanburðar, svo bókin kemur allvíða við. Fyrir þá, sem vilja fá sér handhægt og glögt yfirlit yfir sögu Norðurlanda, mun tæpast völ á heppilegri bók en einmitt þessari, sem líka hefir þann kost, að hún er ekki eingöngu viðburðasaga, heldur einnig þjóðhátta, bókmenta og lista. UM VÍSURNAR í HALLFREÐARSÖGU hefir prófessor Finnur Jónsson skrif- að ritgerð í »Arkiv f. nord. Filologi« og sýnir þar fram á, að margt í þeim sé úr lagi fært, en að oftast megi finna hið rétta með nákvæmum samanburði á handrit- unum. En sumstaðar neyðist maður til að ætla að vísupartar séu aflagaðir í öllum handritum, og þá verði ekki komist hjá getgátum. Allar skýringar prófessors Finns virðast mjög sennilegar og eru vísurnar nú mun aðgengilegri eftir en áður. V G. UM FÆREYJAR, ÍSLAND OG GRÆNLAND (DET HÖJE NORD: Fær- öernes, Islands og Grönlands Udforskning ved Daniel Bruun. Köbenhavn 1902) hefir höfuðsmaður Daníel Bruun ritað mikla og merkilega’ bók, 256 bls. að stærð (í stóru broti). Bókin er auðvitað í 3 köflum: Færeyjar, ísland og Grænland. En höf. hefði átt að rita þrjár sérstakar bækur um þetta efni, því það er að sumu leyti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.