Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1903, Blaðsíða 54

Eimreiðin - 01.09.1903, Blaðsíða 54
214 36. Tímon. Jæja, þá; haf þú, Hermes! og hafi Sevs mín- ar beztu þakkir fyrir umhyggjuna, en við þessum Auði mun ég aldrei taka. Hermes. Pví ekki? Tímon. Af því að hann hefir áður gert mér óteljandi margt ilt, hefir ofurselt mig smjöðrurum, bakað mér fjandsamlegar vélar, hatur og öfund og spilt mér með munaðarlífi og að síðustu í skyndi strokið frá mér trygðalaust og sviksamlega. En gæða- konan hún Örbirgð hefir vanið mig við karlmannleg störf, sagt mér einarðlega hreinan sannleikann og veitt mér með erfiðinu nauðsynjar mínar. Og með því að hún lét mig eiga allar lífsvon- ir mínar undir sjálfum mér, þá kendi hún mér að fyrirlíta alt óvið- komandi og óþarft, og sýndi mér í hverju minn sanni auður væri fólginn, sem enginn getur frá mér tekið, — ekki smjaðrarinn með kjassmælum né falskærudólgurinn með ógnunum, ekki fólksmúg- urinn í bræði sinni, ekki lýðmótsmaðurinn með atkvæði sínu né harðstjórinn með svikráðum sínum. 37- Og þróttmeiri orðinn af erfiðinu yrki ég nú með alúð þennan akurteig, sjáandi ekkert af því illa, sem fram fer í borg- inni, og aflandi mér nægilegs neyzlukorns með grefinu mínu. Farðu því aftur í þann stað, Hermes! sem þú komst frá, og færðu Sevs aftur hann Auð. En ég skyldi vera ánægður ef ég gæti murkað alt, sem manns nafni nefnist, smátt og stórt. Hermes. Láttu eklci svona, góðurinn minn! því ekki eru allir svo ills verðir. Hættu þessum reiðiofsa, sem er heldur en ekki ungæðislegur, og taktu við honum Auði, því ekki sæmir að drepa hendi við gjöfum Sevs. Auður. Viltu lofa mér, Tímon! að réttlæta mig fyrir þér; eða þykir þér fyrir ef ég tek til máls. Tímon. Tala þú, en hafðu það ekki langt og ekki langan inngang eins og hansvítis lýðræðumennirnir. Eg geri það bara fyrir hann Hermes að lofa þér að tala fáein orð. 38. Auður. Að réttu lagi ætti ég að verða langorður, svo margar sakir hefirðu borið á mig. En gáðu nú að, hvort ég eins og þú segir hefi gert þér nokkuð rangt til, ég, sem hefi útvegað þér öll hin þægilegustu hnoss, mannvirðingu, forsæti, sæmdar- sveiga og annað yfirlæti; mér áttu að þakka að menn hafa horft á þig, lofsungið þig og leitað vinfengis þíns. En hafi smjaðrar- arnir farið illa með þig, þá er það ekki mér að kenna. Miklu ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.