Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1903, Blaðsíða 8

Eimreiðin - 01.09.1903, Blaðsíða 8
i68 Þýðing góðs og ills. Eftir dr. PAUL CARUS. (Þýtt úr tímaritinu »THE MONIST«, júlí 1896). 1. S úbj ektívis minn.1 Langhelzta rannsóknarefnið fyrir djúpsæismenn, trúarfræðinga og siðaspekinga er hið mikla spursmál: Hvað er hið illa? Böl og kvöl er hvarvetna í og með eins og aðaleinkunn á ásýnd tilver- unnar og yfirbragði, en er þó undir eins rótin til hinna blessunar- ríkustu heilla, er gjöra lífið þess vert, að við það sé unað. Pað er tilkenningin, sem knýr hugann til að liugsa; sífelt sæluástand mundi gjöra alla íhugan, eftirgrenslan og uppgötvanir einskisvirði. Dauðinn er það og ekki annað, sem kveikt hefir eftirlöngun mannsins eftir tilveru hinumegin grafarinnar. Væri enginn dauði, væri og enginn átrúnaður. Pað er syndin, sem gjörir dygðina að- nauðsyn. Væri engar hrasanir til, mundi enginn spyrja eftir rétt- um vegi; sjálfur góðleikinn hefði þá ekkert gildi; last og lof hefði þá og enga þýðing. Væri engin vöntun til, ófullkomleiki eða and- streymi, þá væri hvorki til fyrirmynd né framsókn, né þróun til æðra endimarks. Goðafræðin hefir frá aldaöðli verið hin æðsta djúpspeki (meta- fysik), og hefir hún ætíð gjört hið illa að persónu, (o: hugsað það svo). Enginn átrúnaður er til í víðri veröld, er ekki hefir nógum árum á að skipa, sem tákna tjón og meinsemdir. Trú- menn Búdda kalla persónu hins illa Mara, freistara, föður syndar o.g dauða. Persar kalla djöfulinn Ahriman (eða Angra-Mænju), myrkrahöfðingja og höfund allra ófara; Gyðingar kalla hann Satan, óvininn, en kristnir menn djöful (úr grískunni: oiápcAo? þ. e. róg- beri, rægikarl eða rækall). Norðurlandamenn kölluðu hann Loka. Enn þá auðugri er djöflafræði eða dæmonologia Kínverja og Japana. Saga hugsjónanna um hið illa sem persónu myndar einhvern fróðlegasta kaflann í sögu heimsins, og væri undir eins einhver 1 Súbjektívismi kallast sú lífs- og trúarskoðun, sem (líkt og indívídúalisminn) byggir mest á »súbjekti« (sjáflleik?) mannsins, veru hans, vitsmunum, samvizku, trú, skoðunum og skyldum. Er sú stefna gagnstæð obj ektívisma, sem mest byggir á andlaginu, hinu objektíva.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.