Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1903, Blaðsíða 58

Eimreiðin - 01.09.1903, Blaðsíða 58
218 Gnaþónídes. Alténd ertu svo spaugsamur; en hvar á samdrykkjan að vera? ég er kominn að færa þér spánýjan söng, einn af diþýrömbunum,1 sem búið er að æfa sig á að syngja. Tímon. Komdu; nú skaltu syngja þá hjartnæmustu »elegíu«2 undan grefinu mínu. Gnaþónídes. Hvað er þetta? þú ber mig; ég kalla á vitni. Herakles! æ, æ! ég stefni þér fyrir Areópagos,3 því þú hefir lam- ið mig til óbóta. Tímon. Hinkraðu ögn við, svo þú getir stefnt mér fyrir manndráp. Gnaþónídes. Nei, hættu í öllum bænum, en græddu nú sárið með því að bera á það ögn af gulli; gullið er svo afbragðs- gott til að stöðva blóðrás. Tímon. Bíðurðu þarna enn? Gnaþónídes. Eg skal fara; en þú skalt fá að iðrast þess, að þú ert orðinn slíkur furtur; áðqr varstu þó almennilegur maður. 47. Tímon. En hver er hann, gljáskallinn, sem kemur þarna? Pað er hann Filíades, sá viðbjóðslegasti af öllum smjöðr- urunum. Pessi piltur fékk hjá mér heila jörð og tvær talentur4 gulls til heimanfylgju handa dóttur sinni, og það að launum fyrir hól sitt; það stóð svo á því, að ég hafði sungið, og þögðu allir, en hann einn hældi söng mínum og lagði við dýran eið, að ég syngi hljómsætar en nokkur svanur. Og núna fyrir skemstu þeg- ar ég kom til hans sjúkur og vesall og bað hann að hjálpa mér, þá bætti valmennið því ofan á, að hann lúbarði mig. 48. Filíades. Ó hvað mennirnir geta verið blygðunarlausir! Nú þekkið þið Tímon aftur; nú er Gnaþónídes vinur og drykkju- bróðir. En fyrir það hefir hann lílca fengið makleg málagjöld, sá óþakkláti fantur. Ég þar á móti, sem er gamall lagsbróðir og æskuvinur Tímons, ég er óframur, svo ekki sýnist að ég geri mér of dælt við hann. — Heill og sæll, góði herra! æ varaðu þig á 1 Diþýrambar vóru upphaflega hátíðasöngvar vínguðinum Díónýsos til veg- semdar, seinna nefndust og því nafni lofsöngvar til annarra guða og enda aðrír söngvar í líkum guðmóðs anda og diþýrambar vanalega vóru kveðnir. Peir vóru fyrrum sungnir af flokkum, en síðar einnig af einstökum mönnum. 2 »Elegía« á þessum stað: harmasöngur. 3 Vígsmálum og áverkamálum var stefnt fyrir dómþing það, er haldið var á Aresar hæð (Areópagus) nálægt Akropolis. Sá dómur nefndist eftir staðnum Areó- pagos 4 Talenta var peningafúlga hjá Forngrikkjum, nálægt 4000 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.