Eimreiðin - 01.09.1903, Page 58
218
Gnaþónídes. Alténd ertu svo spaugsamur; en hvar á
samdrykkjan að vera? ég er kominn að færa þér spánýjan söng,
einn af diþýrömbunum,1 sem búið er að æfa sig á að syngja.
Tímon. Komdu; nú skaltu syngja þá hjartnæmustu »elegíu«2
undan grefinu mínu.
Gnaþónídes. Hvað er þetta? þú ber mig; ég kalla á vitni.
Herakles! æ, æ! ég stefni þér fyrir Areópagos,3 því þú hefir lam-
ið mig til óbóta.
Tímon. Hinkraðu ögn við, svo þú getir stefnt mér fyrir
manndráp.
Gnaþónídes. Nei, hættu í öllum bænum, en græddu nú
sárið með því að bera á það ögn af gulli; gullið er svo afbragðs-
gott til að stöðva blóðrás.
Tímon. Bíðurðu þarna enn?
Gnaþónídes. Eg skal fara; en þú skalt fá að iðrast þess,
að þú ert orðinn slíkur furtur; áðqr varstu þó almennilegur maður.
47. Tímon. En hver er hann, gljáskallinn, sem kemur
þarna? Pað er hann Filíades, sá viðbjóðslegasti af öllum smjöðr-
urunum. Pessi piltur fékk hjá mér heila jörð og tvær talentur4
gulls til heimanfylgju handa dóttur sinni, og það að launum fyrir
hól sitt; það stóð svo á því, að ég hafði sungið, og þögðu allir,
en hann einn hældi söng mínum og lagði við dýran eið, að ég
syngi hljómsætar en nokkur svanur. Og núna fyrir skemstu þeg-
ar ég kom til hans sjúkur og vesall og bað hann að hjálpa mér,
þá bætti valmennið því ofan á, að hann lúbarði mig.
48. Filíades. Ó hvað mennirnir geta verið blygðunarlausir!
Nú þekkið þið Tímon aftur; nú er Gnaþónídes vinur og drykkju-
bróðir. En fyrir það hefir hann lílca fengið makleg málagjöld, sá
óþakkláti fantur. Ég þar á móti, sem er gamall lagsbróðir og
æskuvinur Tímons, ég er óframur, svo ekki sýnist að ég geri mér
of dælt við hann. — Heill og sæll, góði herra! æ varaðu þig á
1 Diþýrambar vóru upphaflega hátíðasöngvar vínguðinum Díónýsos til veg-
semdar, seinna nefndust og því nafni lofsöngvar til annarra guða og enda aðrír
söngvar í líkum guðmóðs anda og diþýrambar vanalega vóru kveðnir. Peir vóru
fyrrum sungnir af flokkum, en síðar einnig af einstökum mönnum.
2 »Elegía« á þessum stað: harmasöngur.
3 Vígsmálum og áverkamálum var stefnt fyrir dómþing það, er haldið var á
Aresar hæð (Areópagus) nálægt Akropolis. Sá dómur nefndist eftir staðnum Areó-
pagos
4 Talenta var peningafúlga hjá Forngrikkjum, nálægt 4000 kr.