Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1903, Blaðsíða 53

Eimreiðin - 01.09.1903, Blaðsíða 53
213 33- Örbirgð. Ég fer þá; og þú, Erfiði! og þú, Vizka! og þið hin, verrið þið mér samferða. En þessi maður mun bráðum komast að raun um, hvað hann missir þar sem ég er, sem er svo góð samverkakona og fræðimóðir í öllu hinu bezta, því með- an hann bjó saman við mig, var hann heilbrigður á líkamanum og hraustur á sálinni og lifði karlmannlegu lífi og treysti á sjálfan sig, en allan hinn óþarfann áleit hann annarlegan og óviðkomandj eins og hann líka í raun réttri er. 34. Tímon. Hverjir eruð þið, bannsettir! eða því komið þið hingað til að tefja fyrir manni, sem er við vinnu sína og erfið- ar fyrir daglaunum? snáfið þið burt, óhræsin ykkar öll, eða þið skuluð fá fyrir ferðina. Ég skal á augabragði fleygja í ykkur hnausum og steinum. Hermes. í hamingju bænum, Tímon! fleygðu ekki í okkur. Við erum, sem sé, ekki menn; ég er Hermes, en þessi hérna er hann Auður. Sevs hefir heyrt bænir þínar og sent okkur hingað. Taktu því góðu heilli við auðnum og hættu við stritvinnuna. Tímon. Svei ykkur samt, þó þið séuð guðir, eins og þið segist vera, því alla hata ég, jafnt guði sem menn, og karlinn þarna blinda er mér næst skapi að rota, hver svo sem hann kann að vera. Auður. I guðanna bænum, Hermes! látum okkur fara; maö- urinn er bandóður eins og þú sér. Ég er hræddur um að ég komist annars ekki burt með heilli há. 35. Hermes. Vertu ekki svona önugur, Tímon! og legðu niður þennan hrottaskap og stygglyndi. Taktu tveim höndum við hamingju þinni og vertu nú aftur ríkismaður, vertu fremstur meðal Aþeninga og velsældarmaður fyrir þig og horfðu niður á alla vanþakklætis seggina. Tímon. Ég er ekkert upp á ykkur kominn; verið þið ekki að tefja mig. Grefið mitt er mér nægur aúður. Að öðru leyti er ég svo sælastur að enginn komi nærri mér. Hermes. Éví ertu svona vondur á manninn kunningi? Skal ég þá segja’ honum Sevs þau ógnandi orðin þín hörðu?1 Éað er nú að vísu öll von á að þú hatir mennina, þar sem þú hefir mátt reyna svo ilt af þeim, en alls ekki að þú hatir guðina, sem bera svona mikla umhyggju fyrir þér. 1 Vers þetta er úr Ilíonsk. Hómers (XV. 202).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.