Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1903, Blaðsíða 38

Eimreiðin - 01.09.1903, Blaðsíða 38
átelur himnaguðinn Sevs harðlega fyrir það, að hann láti ekki ilsku og rangsleitni mannanna til sín taka. Sevs segir að hinar háværu kapp- ræður og hörku rifrildi manna í Attíku hafi komið inn hjá sér óbeit og leiða, svo hann hafi ekki skift sér þar af neinu um lengri tíma. Hann býður sendiguðinum Hermesi að fara með þá Auð (Plútos) og Sjóð (Þesáros) og sjá svo til, hvað gera megi fyrir Tímon. Auður afsegir fyrst að fara, en lætur þó til leiðast af fortölum Hermesar. hafa fæðzt nálægt 120 e. Kr. Foreldrar hans vóru fátækir og komu honum því fyrir hjá móðurbróður hans, sem var steinhöggvari (myndasmiður), og átti drengur- inn að læra hjá honum þá iðn. En einhvern af fyrstu dögunum tókst svo illa til fyrir honum, að hann mölvaði sundur marmaraplötu, svo að móðurbróðir hans reidd- ist og lúbarði hann; hljóp hann þá grátandi heim til móður sinnar, en hún tók svari hans, og varð það nú úr að hann fékk að ganga mentaveginn. Stundaði hann mælskulist við hina frægu mælskuskóla (hretor-skóla) í Antíokkíu, Smyrnu og Efesos, og þótt hann væri hálfgerður útlendingur, þá náði hann þó frábærri fullkomnun í grískri tungu ei^s og snillingarnir attisku höfðu fegurst talað hana og ritað, því þá tók hann sér til fyrirmyndar. Mælskufræðin og mælskulistin miðaði um þessar mund- ir eigi aðeins að réttarfarslegu ræðuhaldi, heldur einnig, og það miklu meira, að flmleika og snild í því að ræða og rita um hvaða efni sem var og frambera mælsku- verk sín í heyrisölum og afla sér þar með fjár og frægðar. Slíkir mælskugarpar nefndust í þá daga »sófistar«, og ferðuðust þeir víða um lönd og vóru í mesta af- haldi. Efnið í fyrirlestrum þeirra var einatt ómerkilegt, en snildin lá í efnismeðferð- inni. Þetta gerði og Lúkían og feiðaðist hann mjög víða, en um það leyti sem hann var fertugur hætti hann því, settist að í Aþenuborg og tók að iðka lieimspeki. En ekki geðjaðist honum til lengdar heimspekin, eins og hún var þá; hinir ýmsu heimspeki-skólar lágu í rifrildi hver við annan og lifnaður heimspekinganna var ein- att síður en ekki í samræmi við kenningar þeirra. Lúkían hætti því við heimspek- ina, en hóf sjálfur nýja stefnu í bókmentunum með nýrri tegund rita: háðslegum heimsádeilum í samtalsformi (»satíriskum díalógum«). Eru þau samtöl Lúkíans að ytra sniði allskyld samtölum Platons, en að efninu til hinum forna kómedíu-skáldskap Aþeninga (Aristófanes) með því að þau eru meinfyndin og full af mergjaðri »kómík«. í ritum þessum ræðst Lúkían óþyrmilega á aldarháttinn yfirleitt; hann dregur dár að alþjóðlegri goðatrú og goðadýrkun og slíkt hið sama að hjátrú, hindurvitni og dul- trúarvingli, sem þá var að fara í vöxt og mikinn part var af úllendum rótum runnið, rá spottar hann ekki síður heimspekinga samaldar sinnar, hártoganir þeirra, kreddu- vitringsskap og þras þeirra og þjark sín í milli; en á hinn bóginn virðir hann að maklegleikum hina fornu heimspekinga. Við margt kemur hann og fleira, sem öfugt var í uppeldi, bókmentum og siðferðisástandinu yfirhöfuð. Að Lúkían hafi verið stækur fjandmaður kristindómsins, er á engu bygt; hann hlaut frá sínu sjónarmiði að gera honum viðlíka hátt undir höfði eins og hverri annarri trú eða hjátrú; en óafvit- andi hefir hann gagnað framgangi kristindómsins með því að ganga svo vel fram í því að rífa niður heiðnu goðatrúna. Menn hafa kallað Lúkían Voltaire fornaldarinnar; báðir vóru neitilegir (negativ) og niðurrífandi, báðir vóru hinir frjálsustu og ljósustu í skoðunum og báðir höfðu háðið og fyndnina að vopni. Seint á æfi sinni tók Lúkían aftur að fást við mælskulistina og ferðast um að sófistahætti, en að lokum fékk hann embætti nokkurt á Egiptalandi og hefir að lík- indum dáið um 200 e. Kr. Tímon hinn aþenski, mannhatara fyrirmyndin, sem Lúkían hefir gert að höfuð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.