Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1903, Blaðsíða 45

Eimreiðin - 01.09.1903, Blaðsíða 45
205 í mjöðmunum þá mun grefið hafa kent honum fyllilega, að hann eigi að meta þig meira en hana Örbirgð. Mér þykir þú annars vera heldur en ekki vandfýsinn, þar sem þú ásakar hann Tímon fyrir það að hann lauk upp fyrir þér og lofaði þér að fara allra [)inna ferða frjálslega, en var ekki svo meinsamur að læsa þig niður. Aftur hitt slagið kvartarðu undan hinum ríku, segir, að þeir byrgi þig undir slagbröndum, lásum og innsiglum svo þér sé ómögu- legt að reka höfuðið upp í dagsbirtuna. Yfir þessu hefirðu barm- að þér við mig og sagt að þú ætlaðir að kafna í kolniðamyrkri. Af þessu sýndist oss þú vera svo litverpur og áhyggjufullur í bragði, fingurnir á þér vóru kreptir af endalausri peningatalningu og í hótum hafðirðu, að hlaupa frá öllu saman nær sem færi gæfi. I stuttu máli, þér þótti það óþolandi að vera svona innibyrgður, ósnortinn manns hendi, í kopar- eða járnskemmu eins og hún Danae1 og vera undir gæzlu og aga tveggja naumra og afarillra fræðifóstra: Okursins og Reikningsins. 14. fú sagðir að þeir væru allir heimskingjar, sem elskuðu þig yfir hóf fram, en tímdu ekki að njóta þín og ástar þinnar í náðum, þó þeir gætu og hefðu þig fu'ilkomlega í valdi sínu, en í þess stað héldu yfir þér vakandi vörð og síblíndu augunum, án þess að depla þeim nokkurn tíma, á innsiglið og slagbrandana, með því að þeir álitu það vera nægilega nautn, ekki að þeir nytu sjálfir, heldur hitt, að láta erigan njóta þín með sér, alveg eins og hundurinn í jötunni, sem hvorki át fóðurbyggið sjálfur né heldur leyfði hestinum svöngum að neyta þess. Pú hlóst líka að hinum aðgætnu körlum, sem, þótt undarlegt þyki, draga við sjálfa sig, en verða samt ekki varir við, að einhver hansvítis þrællinn eða ein- hver vinnuharður ráðsmaður skýzt inn í laumi og fyllir sig á vín- inu, en lofar húsbónda-skömminni að sitja á meðan við einhvern daprán, nefmjóan týrulampa með þornuðum kveik og vaka yfir því að leggja saman renturnar. Er það nú ekki rangt gert, fyrst þú lagðir hinum ríku þetta til ámælis, að vera að brigzla honum Tímoni um hið gagnstæða? 15. Auður. Pú munt nú samt komast að raun um, ef þú leitar sannleikans, að ég hefi góðar og gildar ástæður til hvors 1 Danae var dóttir Akrisíosar konungs í Arg-os. Sakir spádóms nokkurs byrgði hann hana í læstu jarðhúsi, svo engir biðlar gætu til hennar komist, en Sevs feldi ástarhug til hennar og rendi sér niður til hennar í gullregni og hafði samfarir við hana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.