Eimreiðin - 01.09.1903, Page 45
205
í mjöðmunum þá mun grefið hafa kent honum fyllilega, að hann
eigi að meta þig meira en hana Örbirgð. Mér þykir þú annars vera
heldur en ekki vandfýsinn, þar sem þú ásakar hann Tímon fyrir
það að hann lauk upp fyrir þér og lofaði þér að fara allra [)inna
ferða frjálslega, en var ekki svo meinsamur að læsa þig niður.
Aftur hitt slagið kvartarðu undan hinum ríku, segir, að þeir byrgi
þig undir slagbröndum, lásum og innsiglum svo þér sé ómögu-
legt að reka höfuðið upp í dagsbirtuna. Yfir þessu hefirðu barm-
að þér við mig og sagt að þú ætlaðir að kafna í kolniðamyrkri.
Af þessu sýndist oss þú vera svo litverpur og áhyggjufullur í
bragði, fingurnir á þér vóru kreptir af endalausri peningatalningu
og í hótum hafðirðu, að hlaupa frá öllu saman nær sem færi gæfi.
I stuttu máli, þér þótti það óþolandi að vera svona innibyrgður,
ósnortinn manns hendi, í kopar- eða járnskemmu eins og hún
Danae1 og vera undir gæzlu og aga tveggja naumra og afarillra
fræðifóstra: Okursins og Reikningsins.
14. fú sagðir að þeir væru allir heimskingjar, sem elskuðu
þig yfir hóf fram, en tímdu ekki að njóta þín og ástar þinnar í
náðum, þó þeir gætu og hefðu þig fu'ilkomlega í valdi sínu, en í
þess stað héldu yfir þér vakandi vörð og síblíndu augunum, án
þess að depla þeim nokkurn tíma, á innsiglið og slagbrandana,
með því að þeir álitu það vera nægilega nautn, ekki að þeir nytu
sjálfir, heldur hitt, að láta erigan njóta þín með sér, alveg eins og
hundurinn í jötunni, sem hvorki át fóðurbyggið sjálfur né heldur
leyfði hestinum svöngum að neyta þess. Pú hlóst líka að hinum
aðgætnu körlum, sem, þótt undarlegt þyki, draga við sjálfa sig, en
verða samt ekki varir við, að einhver hansvítis þrællinn eða ein-
hver vinnuharður ráðsmaður skýzt inn í laumi og fyllir sig á vín-
inu, en lofar húsbónda-skömminni að sitja á meðan við einhvern
daprán, nefmjóan týrulampa með þornuðum kveik og vaka yfir
því að leggja saman renturnar. Er það nú ekki rangt gert, fyrst
þú lagðir hinum ríku þetta til ámælis, að vera að brigzla honum
Tímoni um hið gagnstæða?
15. Auður. Pú munt nú samt komast að raun um, ef þú
leitar sannleikans, að ég hefi góðar og gildar ástæður til hvors
1 Danae var dóttir Akrisíosar konungs í Arg-os. Sakir spádóms nokkurs byrgði
hann hana í læstu jarðhúsi, svo engir biðlar gætu til hennar komist, en Sevs feldi
ástarhug til hennar og rendi sér niður til hennar í gullregni og hafði samfarir við
hana.