Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1903, Blaðsíða 59

Eimreiðin - 01.09.1903, Blaðsíða 59
2ig þessum bannsettum smjöðrurum, sem eru ekki lengur vinir en borðhaldiö stendur yfir, en eru að öðru leyti engu betri en hrafn- ar. Nú orðið er engum manni trúandi, þeir eru vondir og van- þakklátir allir saman. Ég ætlaði einmitt nútia að færa þér eina talentu, svo þú gætir varið henni til þinna bráðustu þarfa, en þá heyri ég á leiðinni hérna skamt frá, að þú hafir eignast geysi- mikinn auð. Ég er því hingað kominn til að ráða þér heilræði, ' þó þú raunar ekki þurfir minna ráða við, því þú ert svo vitur maður, að þú gætir enda sagt Nestor, hvað hann ætti að gera og ógert að láta. Tí m o n. Pað er nú gott og blessað, Filíades! en komdu hérna ögn nær, svo ég geti hugnast þér með grefinu mínu. Filíades. Hjálp, hjálp! hann hefir hausbrotið mig, sá ó- þakkláti þrjótur, einungis af því ég réð honum það, sem honum var fyrir beztu. 49. Tímon. Sko, þarna kemur sá þriðji, mælskugarpurinn hann Demeas, sem telur sig í frændsemi við mig; hann heldur á frumvarpi til þjóðfundar-samþyktar í hendinni. Hann fékk á ein- um og sama degi hjá mér sextán talentur og galt þær til borg- arinnar, því til svo mikilla útláta var hann dæmdur og settur í fangelsi af því hann gat ekki borgað; þá sá ég aumur á honum og leysti hann út. En nýlega féll honum til að úthluta sjónleiks- peningunum til Erekteiska kynþáttarins, þá kom ég og heimtaði minn hlut, en hann svaraði inér, að hann vissi ekki til, að ég væri borgari. 50. Demeas. Heill þér, Tímon! þú mikla ættmenna stoð! þú máttarstólpi Aþeninga og varnarmúr alls Grikklands! allur lýð- urinn og hvorttveggja ráðið1 er saman komið og er lengi búið að bíða eftir þér. En hlustaðu nú fyrst á frumvarpið, sem ég hefi samið í þína þágu: »Sakir þess að Tímon Ekkekratídesarson frá Kólýttos, dándismaður og vitringur svo mikill að enginn á Grikklandi má við hann jafnast, hefir alla tíð starfað til alþjóð- legra heilla og í Olympíu unnið sigurlaun í hnefleik, glímu og kappakstri, bæði með tvíeyki og fereyki og það alt á einum og sama degi.« Tímon. Ég sem aldrei hefi svo mikið sem horft á leikana í Olympíu. 1 Areópagos og íimm hundraða ráðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.