Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1903, Blaðsíða 61

Eimreiðin - 01.09.1903, Blaðsíða 61
221 53- Tímon. Borgarkastalinti er óbrunninn enn, óhræsis fals- kærudólgurinn þinn! Demeas. En þú hefir brotist inn í ríkisféhirzluna og þaðan hefirðu auðinn. Tímon. Óbrotin hefir hún verið hingað til, svo ekki færðu nokkurn mann til að trúa þessu. <• Demeas. Hún verður þá brotin upp seinna; nokkuð er það, að alt hefirðu, sem í henni var. Tímon. Hana, þarna hefirðu annað til. Demeas. Æ, æ, bakið á mér. Tímon. Vertu ekki að hljóða, annars færðu það þriðja. fað væri hlægilegt, ef ég hefði brytjað niður tvær hersveitir af Lak- verjum og gæti ekki lúskrað einu hundspotti. Til lítils væri þá líka fyrir mig að hafa sigrað í Olympíu, bæði í hnefleik og glímu. 54. Tímon. Hvað er að tarna? kemur hann ekki þarna, hann Prasýkles, heimspekingurinn ? jú, það er hann og enginn annar. En að sjá hvernig hann teygir fram skeggið sjálfsþótta- fullur og brettir upp brýrnar, þegar hann gengur og er að tala við sjálfan sig, hvernig hanti gýtur augunum voðagautslega með hárið uppþeytt, eins og maður sjái Bóreas eða Tríton á málverkinu hans Zeuxisar.1 Pessi maður er velsæmislegur hið ytra, ráðsett- legur í göngulagi og yfirlætislaus í klæðaburði og alt frá morgni þylur hann endalausar tölur um dygðina, áfellir þá, sem hneigj- ast að sællífi, og heldur fram nægjuseminni, en þegar hann er búinn að laugast og kominn í gestaboðið, þá lætur hann þjóninn rétta sér stóran vínbikar og slokar úr honum, en vínið þykir hon- um æ því betra sem það er áfengara. Nú er eins og hann hafi drukkið af óminniselfunni, svo þveröfugt er háttalag hans við það, sem hann kendi í morgunlestrum sínum. Hann hremmir borð- réttina eins og fálki, rekur olbogana í sessunaut sinn með skegg- ið löðrugt af súpunni, rífur í sig eins og hundur og grúfir niðrí diskinn eins og hann byggist við að finna þar dygðina, og nagg- ar svo loksins það seinasta upp með sleikifingrinum, svo vandlega að ekki verði eftir minsta ögn af lauksósunni. 55- Meðan þessu fer fram er hann sínöldrandi um það, að hann hafi orðið afskiftur og það þó hann hafi náð fyrir sig einan 1 Zeuxis frá Herakleu í Neðri Ítalíu var einn hinn frægasti málari Forn- Grikkja; var uppi um lok 5. aldar og eftir það.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.