Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1903, Page 61

Eimreiðin - 01.09.1903, Page 61
221 53- Tímon. Borgarkastalinti er óbrunninn enn, óhræsis fals- kærudólgurinn þinn! Demeas. En þú hefir brotist inn í ríkisféhirzluna og þaðan hefirðu auðinn. Tímon. Óbrotin hefir hún verið hingað til, svo ekki færðu nokkurn mann til að trúa þessu. <• Demeas. Hún verður þá brotin upp seinna; nokkuð er það, að alt hefirðu, sem í henni var. Tímon. Hana, þarna hefirðu annað til. Demeas. Æ, æ, bakið á mér. Tímon. Vertu ekki að hljóða, annars færðu það þriðja. fað væri hlægilegt, ef ég hefði brytjað niður tvær hersveitir af Lak- verjum og gæti ekki lúskrað einu hundspotti. Til lítils væri þá líka fyrir mig að hafa sigrað í Olympíu, bæði í hnefleik og glímu. 54. Tímon. Hvað er að tarna? kemur hann ekki þarna, hann Prasýkles, heimspekingurinn ? jú, það er hann og enginn annar. En að sjá hvernig hann teygir fram skeggið sjálfsþótta- fullur og brettir upp brýrnar, þegar hann gengur og er að tala við sjálfan sig, hvernig hanti gýtur augunum voðagautslega með hárið uppþeytt, eins og maður sjái Bóreas eða Tríton á málverkinu hans Zeuxisar.1 Pessi maður er velsæmislegur hið ytra, ráðsett- legur í göngulagi og yfirlætislaus í klæðaburði og alt frá morgni þylur hann endalausar tölur um dygðina, áfellir þá, sem hneigj- ast að sællífi, og heldur fram nægjuseminni, en þegar hann er búinn að laugast og kominn í gestaboðið, þá lætur hann þjóninn rétta sér stóran vínbikar og slokar úr honum, en vínið þykir hon- um æ því betra sem það er áfengara. Nú er eins og hann hafi drukkið af óminniselfunni, svo þveröfugt er háttalag hans við það, sem hann kendi í morgunlestrum sínum. Hann hremmir borð- réttina eins og fálki, rekur olbogana í sessunaut sinn með skegg- ið löðrugt af súpunni, rífur í sig eins og hundur og grúfir niðrí diskinn eins og hann byggist við að finna þar dygðina, og nagg- ar svo loksins það seinasta upp með sleikifingrinum, svo vandlega að ekki verði eftir minsta ögn af lauksósunni. 55- Meðan þessu fer fram er hann sínöldrandi um það, að hann hafi orðið afskiftur og það þó hann hafi náð fyrir sig einan 1 Zeuxis frá Herakleu í Neðri Ítalíu var einn hinn frægasti málari Forn- Grikkja; var uppi um lok 5. aldar og eftir það.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.